Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 100
98
JORÐ
kappsamur, fróður með afbrigðum og afkastamikill, ósérplæg-
inn eldhugi — og frábær fyrirlesari.
Af öðrum ritdómurum Dana á árunum milli styrjaldanna
höfðu þeir mesta sérstöðu Tom Kristensen og Hans Kirk — og
um leið eru þeir andstæður. Greinar Tom Kristensens um
bækur eru ávallt vel ritaðar og skennntilegar, og liefur hann
af mikilli lu ifni og oft snilli túlkað hinar ólíkustu bókmenntir
fyrir þjóð sinni, án þess að þar gætti verulega persónulegra
skoðana hans sjálfs um lífsviðhorf höfundanna. Hans Kirk,
sem er gott sagnaskáld, tók upp þann hátt sem ritdómari, er
Bomholt hafði, áður en rás atburðanna sannfærði hann um
það, livert slíkur háttur leiddi, að leggja að miklu leyti flokks-
legan og stéttarlegan mælikvarða á bókmenntir, en Kirk er
mjög ákveðinn konnnúnisti. Af bókmenntalegum sérfræðing-
um, er ritdæmdu bækur og lögðu svo til eingöngu fagurfræði-
legan mælikvarða á bókmenntirnar, er að mínum dómi merk-
astur Hans Brix prófessor, sem getur raunar verið mjög hvass-
yrtur, en hins vegar er þó laus við alla hunzku.
AUK þeirra skálda, er ég hef þegar nefnt og öll voru að
meira eða minna leyti undir^áhrifum frá þýzkum eða
frönskum vandræðaskáldum, sem fram komu eftir heimsstyrj-
öldina fyrri, er ekki ástæða til að nefna mjög mörg af skáldum
tímabilsins frá 1919—1939 í þeim tilgangi að upplýsa, hvað
efst var á baugi í bókmenntunum. Fáir danskir höfundar heill-
uðust af nazismanum, en merkastur þeirra var ljóðskáldið
Valdemar Rórdam. Hann hafði lofsungið náttúrufegurð Dan-
merkur og danskar lietjur, og ættjarðarljóð hans voru mörg
meðal þess fegursta, sem ort hefur verið af slíkum ljóðum á
danska tungu. Hann hafði og ort fögur ástarkvæði og dáð í
kveðskap þrek, seiglu og tryggð við skyldur og dyggðir. Á
tímabilinu 1919—1939 kom meiri og meiri uggur í röddina.
Hann tók að örvænta um fornar dyggðir Dana og kveið því, að
yfir vofði upplausn. Loks myrkvuðust honum sjónir, svo að
honum fór að því leyti svipað og Knúti Hamsun, að hann festi
vonir sínar við nazismann, þótt ekki gengi hann honum á
vald.