Jörð - 01.12.1948, Síða 186
ÍS4
JÖRÐ
Hefur á síðari árum verið nokkur
eftirspurn eftir slíkum námskeiðum,
en húsnæðisleysi hefur staðið því fyrir
þrifum, að hægt yrði að verða við
þeitn óskum."
Loksins klykkir H .H. út:
„Unga fólkið þarf að fd að lœra.
Þess er framtíðin og það á að skapa
íramfarirnar. En til þess þarf góða
skóla, iðnskóla og tcekniskóla...
Ég sé ekki betur en að hér komi í
ljós, að H. H. sé orðinn mér algjörlega
sammála um það, sem var aðalhvatn-
ing og mergur þeirra greina, sem ég
hef ritað um þessi mál, sem sé að
brýna nauðsyn beri til að stofna verk-
lega skóla, forskóla og unclirbúnings-
námskeið fyrir iðnaðarmenn.
Ég vil einnig í þessu sambandi
benda á samþykkt iðnnemaþingsins,
sem haldið var nýverið hér í Reykja-
vík, þar sem óskað var eindregið eftir
að stofnaðir yrðu verklegir skólar fyrir
iðnaðarmenn. Bæði skólastjórinn og
iðnnemarnir virðast því vera að smá-
hallast í rétta átt, sem sé að stofnun
lerklegs iðnskóla.
Skal nú að endingu skýrt frá loka-
niðurstöðu þeirri, sem nefnd vinnu-
veitendafélagsins komst að eftir ýtar-
lega atliugun á iðnaðarmálunum.
Að vísu er hér ekki rúm til að endur-
taka ummæli helztu og stærstu iðn-
Fyrirtækja í landinu og fjölmargra iðn-
rekenda, sem bárust nefndinni og sem
birt eru í skýrslu frá 10. des. 1945, sem
útdráttur birtist úr í Morgunblaðinu
1946. En þar eru taldár helztu ástæður
sem standi iðnfyrirtækjunum fyrir
þrifum.
Af svörum þessum kom í ljós, að
flestir töldu ástæðurnar til erfiðleika
iðnaðarins stafa af fagmannaskorti og
skakkri iðnlöggjöf (41% af svörunum).
Næst töldu menn svo efnisskort og
innflulningshömlur (39%). Þá verð-
lagsákvæðið og aðrar hömlur, vélaskort
og skatta (samtals 16.6%).
Nefndin komst að þeirri niðurstöðu,
að breyta þurfi núgildancli löggjöf og
segir í niðurlagi nefndarálits þess, sem
H. H. kvartar mest undan:
„/ fyrsta lagi ber að breyta núgild-
andi iðnlöggjöf í frjálst horf. Skal tak-
mörkun nemenda, sem nú er miðuð
við sveinafjölda, afnumin, og hverjum
meistara sett það í sjálfsvald, live
marga neraendur hann treystir sér til
að taka til náms og skuldbinda sig til
að kenna, enda er bæði lærlingum og
iðnfulltrúum innan handar að kæra
meistarann, fullnægi hann ekki þeim
skilyrðum, scm iðnlöggjöfin setur, og
láta liann sæta ábyrgð samkvæmt þeim,
sto fremi hann ekki bætir ráð sitt í
tíma.
Hafa verður í huga, að með því að
leggja síauknar kvaðir og skyldur á
herðar meistarans, með hverjum lær-
lingi sem liann tekur, dvínar áhuginn
fyrir því, smám saman, að hafa lær-
hnga, með þeim afleiðingum, að lær-
lingum og sveinum fækkar. Það getur
verið varliugavert á viðsjárverðum
tímum, að binda sér til 4 ára þá
bagga og þær skyldur, sem lærlingum
fylgja. Og það kemur bezt í ljós af
skýrslum þeim, sem safnað hefur verið,
að menn óska ekki almennt eftir að
liafa einn lærling eða fleiri fyrir hvern
útlærðan svein, þegar nægum ljölda
sveina hefur verið náð, heldur aðeins
385 á móti 851, eða minna en einn
lærling á móti hverjum 2 sveinum.
Krafa meistara uiu fleiri lærlinga
heldur en einn á móti hverjum einum
sveini, stafar því aðallega af hinum
ntikla skorti sem nú er fyrir hendi, og