Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 118
116
JÖRÐ
lingar í sunnlenzkri sveit — og sjónarmiðin ekki aðeins stað-
bundin viðhorf, mótuð af sérstökum ytri aðstæðum. Hann fékk
oft og tíðum lesandann til að staldra við hið draumræna og
dulræða sem áhrifamikinn veruleika, hið hversdagslega sem
fjölbreytt og heillandi ævintýr.
Krókann kom þegar fram í fyrstu bók sinni, 1 Dovresno, sem
fullþroska listamaður, enda var hann orðinn miðaldra maður,
þegar hún kom út. Mál lians var kjarnmikið og sérstætt, en þó
fyllilega samræmt menningu og umhverfi. Strax í þessari bók
sinni — og ef til vill frekar en í nokkrum af hinum síðari, kann
liann tök á að láta lesandann finna á mjög áhrifamikinn hátt,
hve djúpar rætur einstaklingarnir raunverulega eiga í lífi og
h'fsháttum feðra sinna og í umhverfi sínu — hvort sem svo gæti
virzt í fljótu bragði eða ekki — og hve miklu það veldur um
örlög þeirra, að þessa gæti til eflingar en ekki úrdráttar í mót-
un þeirra og vexti. Enn fremur sýndi liann átakanlega í skáld-
sögunni Blodröter, hve örlögþrungin er blindni manna á þá
þræði, er tengja einn við annan. Óafvitandi togast allir á við
einn og einn við alla, sakandi hver annan eða dulin máttar-
völd um þá kvöl, sem þetta hefur í för með sér. Og í vansæld
sinni leita þeir sér síðan af fullu miskunnar- og samvizkuleysi
svölunar í að grýta einn úr hópnum, ef sérstök atvik stilla
svo til, að þeir geti það undir yfirskini samfélagslegrar skyldu
og þá helzt sem eflendur réttlætisins — eða að minnsta kosti
„réttvísinnar". Eins og það virðist ljóst af I Dovresno, að
Krokann hafi átt þau bæði að meisturum, Olav Duun og Sig-
rid Undset, þó að hann sé með öllu sjálfstæður, er auðsætt af
Blodröter, að hann hefur hliðsjón af kenningum Freuds,
án þess að þær verði honum nokkur fjötur um fót.
Sama er að segja um þá Arthur Omre og Gunnar Larsen, en
auk þess hafa þeir báðir gengið í skóla hjá amerískum höfund-
um, og þá einkum hjá Ernest Hemingway, og munu báðir
hafa haft gildi fyrir yngstu skáldakynslóð Norðmanna sem
öfgalausir og smekkvísir miðlendur þeirra áhrifa.
Loks vil eg nefna Nils Johan Rud, sem lýsti ungu, fátæku
fólki borganna og áhrifum kreppu og atvinnuleysis á hugarfar
þess og mótun — sýndi. meðal annars, hve náttúrlegt það gat