Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 48
46
JÖRÐ
— Ne-nei, ég get vel meðkennt það. En mér finnst þetta
frekar ófullkomið og ærið skrítið réttlæti hjá þér — samt, —
já, þó að það sé hjá þér!
— Fyrir utan þínar góðu artir, þá er þó alltaf einurðina við
þig að virða. En segðu mér nú eitt, Hvítur minn: Gætir þú nú
ekki hugsað þér, að Mannnon væri sá guð, sem þessi kapteinn
mundi meta mest?
Eg hugsaði mig ofurlítið um, en sagði síðan:
— Jú, mér finnst einhvern veginn, að það rnuni vera rétt lijá
þér — hann muni ekki eiga sér áðra guði, sem séu lionum kær-
ari. En ekki gerir það þinn málstað betri, því þess vænna
sem honum þykir um Mammon gamla, þess þyngri refsing
og maklegri væri það honum að láta hann borga.
Markús skrumskældi sig, og það kumraði í honum.
— Það er sosum rökrétt hugsun í þessu hjá þér, en það er
yfirborðshugsun, Hvítur minn — þú veður grunnt, þó að þú
gusir reyndar ekki stórlega. Jæja, ég verð þá víst að láta þig
iiorfa undan handarkrikanum á Litla manninum.
Nú beið ég þegjandi. Og svo geiflaði Markús út úr sér:
— Hvort heldur þú nú, að lienti betur hagsmunum dreng-
aumingjans, að skilyrðin séu þannig, að kapteininum finnist
þau þóknanleg sínum æðsta guði — eða að þau hefðu verið á
þá leið, að einmitt Mammon, það máttarvald, sem kapteinn-
inn metur mest, freistaði hans daglega til að virða þau að
vettugi?
Ojú, jú, þetta skildi ég, hvað sem ýmsum liinna leið. . . .
Og ég sá, að Ari Dagbjartur skildi. Hann, sá stóri rnaður, virti
Markús fyrir sér úr sínum hæðum, skoðaði hann í krók og
kring — og þetta var karl-peðið, sem hann var búinn að vera
samtíða hálft árið í meira en þrjátíu ár samfleytt, fyrir utan
eldri kynningu.
En stórmeistari liins livíta galdurs ók sér, vék sér við og
sagði við Höskuld, sem virtist vera eins og dasaður eftir setuna
á seiðiijallinum:
— Við liefðum nú, lield ég, átt fyrir því að skreppa ofan í
og væta okkur fyrir brjósti — hefði eiginlega átt að vera upp á