Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 121
JÖRÐ
119
var ekki meðal þeirra neinn verulega áhrifamikill forustumað-
ur. Hinn danski Jörgen Bukdal mun hafa verið einna álnifa-
mestur allra manna á þessum áratugum hjá þeim Norðmönn-
um, sem landsmálinu voru fylgjandi — og meira að segja mun
liann hafa náð til allmargra utan þess hóps. En sá maður, sem
mundi liafa aukið einna mest áhuga almennings í Noregi á
bókmenntunum, var sagnaskáldið Kristian Elster yngri. Hann
var — eins og raunar ýmsir fleiri — yfirleitt sanngjarn og
kreddulaus ritdómari, en auk þess skrifaði hann allstóra bók-
menntasögu, sem kom á fáum árum út í tveim útgáfum og
fjölda eintaka. Hún var engan veginn vísindaleg, en hins vegar
alþýðleg og vel til þess fallin að vekja löngun alls þorra manna
til þess að kynnast norskum bókmenntum.
.Blómaöld sœnskra bólunennta mætti kalla árabilið
V1þj° frá um 1890 og fram að 1910—12, þó að þær hafi
raunar oft staðið með blóma. A þessu árabili var Strindberg í
fullu fjöri og auk þess Oscar Levertin, Verner von Heiden-
stam, Selma Lagerlöf, Per Hallström, Albert Engström, Gustaf
Fröding og Erik Axel Karlfeldt, Hjalmar Söderberg, Bo Berg-
man og K. G. Ossian-Nilsson. En 1906 deyr Levertin, 1911
Fröding og 1912 Strindberg, en Heidenstam og Hallström
gerast þöglir. Söderberg hafði þá lifað sitt fegursta, gnýrinn
um Ossian-Nilsson fór minnkandi, og Bo Bergman sagði um
sig og Söderberg og þá, er þeim fylgdu á sviði sænskra bók-
mennta, að þeir hefðu fæðzt gamlir og verið grá hár í höfði
þeirra í vöggu. Þeir entust illa, ýmsir hinna sænsku snillinga
— og ólíkt verr en jafnaldrar þeirra í Noregi. Heidenstam og
Hamsun voru jafnaldrar, Hallström var ári yngri en Kinck,
Söderberg 10 árum yngri en Hamsun, jafnaldri Peters Egge,
aðeins þrem árum eldri en Bojer og sjö árum eldri en Duun.
En allir þeir Svíar, sem hér að framan eru taldir, voru ýmist
dauðir eða hættir að skrifa í lok heimsstyrjaldarinnar fyni —
nema Selma Lagerlöf, sem hélt sitt gamla strik enn um sinn.
EN á öðrum tug aldarinnar létu til sín taka höfundar, sem
voru raunsærri en höfundarnir, sem komu fram upp úr
1890, bjartsýnni en raunsæisstefnumennirnir frá Brandesar-