Jörð - 01.12.1948, Síða 154
152
JÖRÐ
mennsku og við róðra vestur við ísafjarðardjúp, var verka-
maður, sjómaður og smiður á ísafirði, en síðan í Reykjavík
og Vestmannaeyjum, og dvaldi loks síðustu ár sín í Reykjavík
og lézt j^ar árið 1946. Bókin er skrifuð eftir sögn Guðlaugs .og
svipuðum vinnubrögðum fylgt og í Virkum dögum og Sögu
Eldeyjar-Hjalta. En Jjað er ekki annað eins í Guðlaug spunnið
og þá Hjalta og Sæmund. Guðlaugur gerist ekki forustumaður
á neinu sviði eða fær nein mannaforráð. Líf hans er allt heldur
lágrisa, og endar Guðlaugur ævi sína við að sumu leyti svipuð
lífskjör og hann átti við að búa fyrstu árin, sem hann lifði. En
Guðlaugur hefur verið maður greindur og athugull, lífsglaður
og ósýtinn. Sagan er blátt áfram og skipulega sögð og vel, en
látlaust rituð, og hefur Indriða tekizt að gera mynd Guðlaugs
skýra og margra þeirra, er hann segir frá. Eftirtektarverðust
Joykir mér lýsingin á séra Stefáni í Vatnsfirði. Ég liafði sitthvað
um hann heyrt, en aldrei getað fengið af honum skýra mynd
og mannlega, helzt haldið á lofti um hann söguin er sýndu
kaldrænu hans, vinnuhörku og ýmis konar vankanta. Þarna
verður hann sérkennilegur, en um leið mjög mannlegur per-
sónuleiki. Annars sýnir þessi bók Joað glögglega, hvé jafnvel hin
hversdagslegustu atvik og mjög blátt áfram lífsferill geta orðið
frásagnar- og athyglisverð, þá er Joannig er frá skýrt, að atvikin
hafa á sér svipmót liins lifanda lífs og lesandinn veit, að það,
sem frá er sagt, hefur raunverulega gerzt.
Bókin er vel gefin út, en það er bókaútgáfan Norðri, sem
hefur kostað útgáfuna.
MINNINGAR GUÐMUNDAR Á STÓRA-HOFI eru skrif-
aðar af Eyjólfi á Hvoli í Mýrdal og Guðmundi sjálfum,
en útgefandi er Guðjón Ó. Guðjónsson, og er vandað til ytra
frágangs bókarinnar, en yfirlestur á handriti og prófarkalestur
hefði getað verið betri. Það hygg ég, að þessi bók hefði mátt
verða stórum skemmtilegri og sögulegri — og er hún þó engan
veginn leiðinleg. Sá hluti hennar, sem Guðmundur ■ sjálfur
hefur skrifað er skemmtilegri en hinn, og virðist samstarfið
ekki hafa lánaz.t eins og æskilegt liefði verið lijá þeim heiðurs-
öldungum, sem að bókinni standa.