Jörð - 01.12.1948, Side 103
JÖRÐ
101
skrifað um fátækt og atvinnulaust búðar- og skrifstofufólk.
Sumum finnast sögur lians þurrar og lítið glæsilegar, og víst
er um það, að Fischer gerir sér ekki far um að lýsa stórbrotnu
fólki, áköfum tilfinningum og ægilegum atburðum. En lýs-
ingar hans festast furðuvel í rninni. Við kynnumst fólkinu,
áhyggjum þess og viðleitni; finnst við hafa umgengizt það náið
að lestri loknum. Og sannarlega er seigla í þessu fólki. Sú þjóð,
sem elur slíkar manneskjur, mitt í ólgu breytinga og umróts á
öllum sviðum, hún á sér djúpar og styrkar menningarlegar
rætur. Um hennar hag er sízt ástæða að örvænta.
Knud, Sfinderby lýsir líka borgarbúum, einkum ungu fólki
af efnastéttunum — frá þeim árum, sem engar hugsjónir lýstu
upp framtíðina og engurn draumabjarma var varpað á tilfinn-
inga- og hvatalífið. Jazzinn, kvikmyndirnar, skyndisvölun hvat-
anna — þetta var það, sem þetta unga fólk hafði að halla sér að.
Og eins og varnarlítil dýr, sem óttast um sig, hélt það hópinn,
forðaðist að taka sig út úr, taka sína eigin ákveðnu stefnu og
ráða nokkru verulegu um líf sitt og framtíð sína. Það taldi sig
raunsætt, en það var raunsætt á sama liátt og fólk, sem villzt
hefði uppi í heiði í sorta þoku og viðurkenndi raunar fyrir
sjálfu sér og hvort við annað, að það væri villt, en enginn úr
hópnum reyndi að hugsa sjálfstætt fyrir sig og hina um það
mál, hver ráð gætu verið til þess að finna leið til byggða, heldur
hallaði hver sér að hópnum í krafti þeirrar gömlu hópskoð-
unar, að sælt sé sameiginlegt skipbrot.
Þá er að nefna Hans Kirk sem skáldsagnahöfund. Hann
hefur skrifað þrjár skáldsögur, sem þannig eru gerðar, að þar
eru engar aðalpersónur, heldur fjallar skáldið nokkuð jafnt
um alhnargar fjölskyldur og einstaklinga. Þessar skáldsögur
heita Fiskerne, Daglejerne og fíe nye Tider. Þær gerast úti á
landsbyggðinni, og þar er lýst af þekkingu og skáldlegri skarp-
skyggni mótum garnals og nýs meðal eignalausrar alþýðu og
eigindum hennar og menningarlegu ástandi — með kostum
þess og göllum. Höfundurinn er í þessum bókum sínum bein-
línis jákvæður, því að liann sýnir, að hinir gömlu jákvæðu
eiginleikar, trúskapur, þróttur og festa, studdir þeim siðferði-
legu stoðum, sem jafnvel mjög þröng trúarbragðaleg sjónar-