Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 42
40
JÖRÐ
— Tull, tull, tú-rata-ta-ri-ra, ta.
Sá gamli kapteinn leit til mín, spurði höktandi og eins og
liann hefði munnherkjur, hvað den gamle segði.
— Ja, þetta er eitthvert galdrameistaramál, sem ég skil ekki,
svaraði ég hnípinn — já, ég hygg, að það hefði rétt helzt nrátt
segja, að það drypi af mér angu.r og volæði. Ég bætti við: —
Maður Iiefur heyrt sagt, að það sé fornegypzka.
Skipstjórinn sleppti tökunum, pataði og bandaði og ætlaði
auðsýnilega að segja eitthvað, en í þessunr svifum rak Hösk-
uldur ganrli upp sitt þrumandi ha — og við loft bar þrjá sót-
svarta fingur.
— Jesus Kristus og hans hellige fader! stundi skipstjórinn
og gieip enn á ný í lyftingarþakið.
— Það er allt vegna skipsdrengsins, sagði ég á minni böggl-
ingsdönsku.
Skipstjórinn leit á nrig stórum augunr.
— Já, galdrameistararnir sáu ykkur kjöldraga hann í gær-
kvöldi, og það er bara gott fyrir ykkur, að hér er engin lög-
regla, íslenzk lög eru svo voðalega ströng í svona, tugthús og
sektir fyrir vonda meðferð á smælingjum.
Skipstjórinn stórglápti. Hvort hann hafði einhverja sóma-
tilfinningu, hvað sem samvizkunni leið? Svo mikið er víst, að
liann eldroðnaði — og á ný tók liann að titra.
— Þið verðið að reyna að mýkja galdrameistarana, hélt ég
áfram — og var nú hvort tveggja í senn, vandlætingasamur og
áhyggjufullur. — Þeir særa yfir ykkur sjóskaða og holdsveiki
og vitfirringu — og guð má vita hvað, ef þið ekki náið sátturn
við þá!
— Hör l'orbandelsen, og se det der: blodruner — og det: en
nidstang! Og ég benti á krotið og hrosshausinn. — Kaptejnen,
styrmanden og kokke.n, ikke minnst kokken! Ég hristi höfuðið
og stundi þungan.
Skipstjórinn leit á matsveininn, og svo gnísti hann tönnum,
þaut til lians, ótrúlega snar og kvikur í hreyfingum, og hann
keyrði hnefann á nasirnar á honum og kallaði hann Júða og
líkræningja og eitthvað, sem ég hafði aldrei heyrt og skildi