Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Page 65
í VÖKU OG SVEFNI
61
uns, ef þú vilt,—á venjulegum æf-
ingatíma.”
Aukadagurinn var sönn fagn-
aðar-gjöf og gekk “Bill” leiðar
sinnar meir en ánægður.
“Er ekki sjaldgæft að menn
kvongist eftir að þeir eru gengnir
í herinn?” spurði Jón.
“Nei, það er nú síður en svo,”
svaraði “Kobbi.” “Látum nú
sjá, ’ ’ og hann taldi á fingrum sér.
“Þeir eru orðnir um tuttugu, úr
þessum búðum, sem bafa gift sig
síðan á nýári. ’ ’
“Er það rétt, er það sann-
gjarnt,” spurði Jón, “að leiða
stúlku til að giftast sér, einmitt
þegar maður er að leggja rít í stríð
oof kemur máske aldrei aftur?”
“Það eru nú deildar skoðanir á
því máli,” svaraði “Kobbi,” en
mín skoðun er að það sé rétt og;
sanngjarnt gagnvart báðum. Sé
maðurinn maður, þá sýnir hann
það og verður betri og meiri mað-
ur ef liann skilur konu eftir heima.
Ilann hefir með konunni fengið
hugdjúfa ábyrgð og það festir liann
í rásinni. Eg gæti bent á mörg
dæmi þessu til sönnunar, en vitna
bara til mín sjálfs. Rebekka mín
giftist mér tveimur dögum áður
en eg lag'ði af stað í Búa-stríðið og
eg veit ekki betur en bæði séu á-
nægð með sitt hlutskifti. Eg álít
ranglátt að skilja unnustuna eftir
einmana, lausa, að vísu, að nafni
til, en virkilega bundna. En þó
finst mér ósanngirnin hróplegust
þegar maður unnir stúlku, hefir
hugmynd um að hún unni sér, en
leggur lit í stríð og styrjöld án
þess að liafa minst á einkamál við
hana með einu orði. Eg man
þrjár eða fleiri harmasögur frá
Englandi, sem áttu rætur sínar í
þesskyns þögn.”
Hér var liöggið nokkuð nærri
Jóni, en það vissi “halti Kobbi”
auðvitað ekki. Yíst hafði hann
liér fengið alvarleg-t umhugsunar-
efni. Hafði hann máske með
þögninni kollvarpað sínum helg-
ustu vonum? Ekki ósennilegt, að
minsta kosti ekki ómögulegt, ef
nokkuð mætti byggja á sögum
“Kobba” og hann hafði aldrei
reynt gamla manninn að ósann-
sögli eða öfgum, og margan nyt-
saman fróðleik liafði hann numið
af honum. Seinast í kvöld hafði
“Kobbi” frætt hann um hve
nauðsynlegt væri fyrir liðsmenn
álla að fá löglega gerða erfðaskrá,
og einsetti hann sér að vanrækja
það verk ekki degi lengur.
Þess meir, sem hann liugsaði
um einkamáí sitt, þess nauðsyn-
legra virtist honum nú, að Rúnu
væri kunnugt um ástina, sem hann
bar í brjósti. En hvernig gat
hann komið því í kring? Það var
allsendis óhugsandi að gera sér
erindi norður að Grundarkoti
bara til þess, eftir að hafa gengið
þaðan þegjandi. Nei, eini hugs-
anlegi vegurinn var sá, að skrifa
henni um allar sínar tilfinningar
og vonir.
I þessu vildi nú svo heppilega
til, að honum barst bréf frá Birni
í Grundarkoti og fylgdi böggull,
með sokkum og vetlingum í, sem
hermenn eiga aldrei of mikið af, og