Jörð - 01.12.1948, Page 4
Guðmundur
Gíslason
Hagalín
fimmtugur
I—I í\GALÍN var fæddur að Lokinhömrum, norðanvert við Arnar-
-*■ fjörð utanverðan, 10. Október 1898. Foreldrar hans voru Gísli
útgerðarbóndi og skipstjóri Kristjánsson og kona hans Guðný Guð-
mundsdóttir Hagalín frá Mýrum í Dýrafirði. Bóknám stundaði Guð-
mundur í æsku undir handlciðslu prestanna sr. Sigtryggs Guðlaugs-
sonar á Núpi í Dýrafirði (Núpsskóli) og sr. Böðvars Bjarnasonar á
Hrafnseyri í Arnarfirði og loks í 4. bekk menntaskólans í Reykjavík.
Varð blaðamaður árið 1918, bankastarfsmaður 1919, ritstjóri á Seyðis-
firði 1920; kvæntist 26. September s. á. Kristínu dóttur Jóns á Hvanná.
Árið 1924 fluttust þau hjón til Noregs og stundaði Guðmundur þar
fyrirlestrahald. Blaðamaður í Reykjavík 1928. Bókavörður á ísafirði
1929—45. Hefur síðan átt hcima í Reykjavík og býr nú í eigin húsi við
Langholtsveg 73 og stundar orðið ekki annað en ritstörf. Á ísafirði
hinsvegar var hann mjög önnum kafinn við allskonar opinber og
félasrsleg störf. Hann var hnr bæiarfulltrúi. forseti bæjarstjórnar, bæj-
arráðsmaður, formaður skólanefnda gagnfræðaskólans og bamaskól-
ans og hafnarnefndarinnar, svo og stjórna Kaupfélags ísfirðinga, Tog-
arafélagsins Vals og Vélbátafélagsins Njarðar. í stjóm Alþýðusam-
bands íslands, varaformaður og ritari Alþýðusambands Vestfjarða; í
miðstjóm Alþýðuflokksins. Kennari við gagnfræðaskólann; ritstjóri
Skutuls 1938—42. Ritverk Hagalíns verða, öll hin helztu, nema þýð-
ingar, talin upp í grein Ragnars Jóhannessonar hér á eftir. — Það
leikur ekki á tvennu, að fimmtugur maður með feril Hagalíns að baki
verður að teljast meðal mestu krafta þjóðfélagsins og fágætur að fjöl-
breyttri reynslu, enda má svo að orði kveða, að lífsorka hans sé und-
ursamleg, áhuginn fádæmi að magni og víðtæki, stórhugurinn slíkur
(Framhald á bls. 18)