Jörð - 01.12.1948, Side 13
JÖRÐ
11
liann kom að bæjardyrunum, rykkti hann til höfðinu og spýtti
í andlitið á höfuðskepnunum." I þessari lýsingu er þverskurður
af persónu Sturlu í Vogum. Og líklega er allmikið af sams konar
krafti í Hagalín sjálfum!
Töluvert hefur verið deilt um Sturlu í Vogum, en enginn
vafi getur leikið á því, að þetta er ein veigamesta íslenzka skáld-
sagan á síðari áratugum. Oft hafa menn borið Sturlu saman
við Sjálfstætt fólk eftir Laxness og er það von, því að viðfangs-
efnið er það sama í báðum sögunum: viðureign einyrkjans við
náttúruna og fjandsamleg þjóðfélagsöfl. Freistandi væri að gera
slíkan samanburð, en til þess býðst hvorki rúm né tilefni að
þessu sinni.
Árið 1939 konr út bókin Hagalín segir frá. Eru það þættir
frá Noregsdvöl höfundar.
Ekki var Hagalín af baki dottinn með Islendingasögur hinar
nýju. Saga Eldeyjar-Hjalta kom út í tveimur stórum bindum
1939. Það er ævisaga Hjalta Jónssonar skipstjóra, geysimikið
verk. Barningsmenn, sjómannasögur, komu 1941.
Blitt lcetur veröldin (1943) er nokkuð sérstæð rneðal skáld-
sagna Hagalíns. Umhverfið er ekki vestfirzkt, og viðfangsefnið
er að lýsa reynslu og sálarlífi drengs, og er það gert með mikl-
um næmleik. Yfir þessari sögu er yfirleitt fíngerðari og léttari
blær en öðrum sögum Hagalíns.
Förunautar og Gróður og sa?ulfo/t komu út sama ár og Blítt
lætur veröldin. Sú fyrri er smásagnasafn, en sú síðari ritgerða-
safn. Þá bók ritaði Hagalín til að hnekkja valdi kommúnista
og kommúnistískra rithöfunda, sem hann taldi og telur enn
hættulegasta andlegu frelsi hér á landi. Listamenn höfðu á
undanförnum árum skipazt æ greinilegar í tvær andstæðar
sveitir vegna afstöðu til stjórnmála. Kommúnistískir rithöf-
undar höfðu mjög eflt sóknina og gefið út eitt eða tvö tímarit
stefnu sinni til framdráttar. Hlaut því svo að fara, að jafnaðar-
menn í rithöfundahóp og aðrir, sem ekki vildu lúta kommún-
ístum, tækju höndum saman, enda klofnaði Rithöfundafélag
Islands 1945, og var Hagalín kosinn formaður nýja félagsins.
Tvær skáldsögur gaf Hagalín út 1945. Konungurinn á Kálf-
sltinni gerist á gamahnennahæli og segir frá áhrifum þeim og