Jörð - 01.12.1948, Side 21
Guðmundur Gíslason Hagalín:
SEIÐURINN
ÞAÐ var á lygnu vorkvöldi. Maria 1 á fyrir akkerum á höfn-
inni innan við Fagureyri, örskammt frá bryggju. Hún
var með fullar lestar af fiski, hafði komið af hafi fyrir tæpum
tveimur klukkustundum.
Skipstjóri var farinn í land, ásamt þeim Fiski-Gvendi og
Léttasóttar-Matthíasi, en Jreir áttu báðir heima Jjarna á Eyr-
inni.
— Mér Jrætti nógu fróðlegt að vita, hvort önnur hvor þeirra
er ekki orðin léttari, hafði Matthías sagt, og lii, hi, hi, hi, hí,
hafði hann hlegið. Og hann hafði iðað af kátínu og tilhlökkun,
þessi sextugi hvítskeggur. — Ég hef verið að veðja um það við
sjálfan mig, hvor .yrði fyrri til, hi, hi, hi, hi, hí, — Salla eða
Magga.
Ari Dagbjartur hvítmataði á hann augunum, en var þó ekki
alls kostar laus við að vera kímileitur, sá alvarlega hugsandi
heiðursmaður.
— O, bölvaður ei Jró Léttasóttar-Matthíasinn! sagði Hösk-
uldur garnli Bárðarson, japlandi og tinandi. — Talar um þetta
eins og Jjú værir að skrafa um merar, sem þú hefðir verið að
reyna á sprettinum. Þú ert ekki að hugsa urn boðorðin — Jrá
ekki hreppinn.
Matthías hleypti í brúnir:
Það fortærir ekki útsvörunum ykkar, hvað ég á af börn-
urn með Söllu. Hún Salóme hefur hingað til séð um þau börn,
sem hún liefur átt, og nteðan konan kvartar ekki, þá finnst
ntér, að þú getir látið vera að tala um boðorð.
— Vil iieyra þetta, murraði Markús í Móum og gaut illi-
legu iiornauga til Höskuidar.
Ln nú tók Ari Dagbjartur í taumana:
— Reyndu, Matti, að fara að stirðbusast ofan í bátinn — eða
þú ferð ekki í land með mér!
2'