Jörð - 01.12.1948, Síða 33
JÖRÐ
31
— Það er alveg klárt, ljúfurinn, að það er ekki nema ein
einasta leið.
— Að. . . . að kæra?
Hann hvolfdi yfir mig fyrirlitningu úr öðrum augnakrókn-
um:
— Fyrir hverjum?
— Ne-nei — sýslumanni, kannski?
Markús skellti í góm:
Aldrei sagður sá var skýr
seimaþundur vera....
Hann murraði þetta mjög ámáttlega og liorfði út í loftið:
— Eg skil ekki í, að maður láti hann ekki í friði, sýslu-
manns-tetrið!
— Hvaða leið er það þá?
— Láttu nú ekki eins og þú hafir étið óðs manns.... Þetta
er nú ekki hreint eins og að drekka blávatnið. En það er, eins
og ég er búinn að segja þér, ekki nema ein einasta leið.
Eg þagði. Hann gat þá haft það, mundi ekki una því of vel.
Og nú kom líka:
— Þeir eru, skal ég segja þér, Hvítur minn, afar hjátrúar-
fullir, þeir dönsku — eru ekkert betri en Fransmenn, og Fland-
urmaðurinn er hjátrúarfyllri en nokkur Stranda- eða Hamra-
fjarðarkerling. Þú hefur trúlega heyrt það, að Flandrararnir
kalla Hamrafjörðinn Djöflafjörð vegna galdramanna, og þú,
sem ert þar fæddur og uppalinn, ættir bezt að vita, að þeir
forðast að koma þangað, þó að þeim liggi líf við. Og Danir
þekkja sosum þetta nafn — og ekki vantar þá trúna á heksiríið,
sem þeir kalla, telja Finnmörku og ísland eitruð galdrabæli enn
þann dag í dag — minnsta kosti sjómennirnir.
Jú, jú, ég hafði víst strax í bernsku heyrt þetta um útlenda
sjómenn og Hamrafjörðinn, hafði meira að segja hlýtt á sögur
af galdrabrellum Hamrafirðinga og Spánverja frá fyrri öldum,
hafði verið ofurlítið upp með mér af því, að útlendingar skyldu
liafa ótta af sveitungum mínum — en þó að öðrum þræði verið
leiður yfir, að Fransmennirnir skyldu forðast fjörðinn. Það var
sitthvað ævintýralegt og gagnlegt, sem fylgdi komu Frans-