Jörð - 01.12.1948, Page 49
JÖRÐ
47
sameiginlegan kostnað þess mannkyns, sem saman er komið í
veröldinni hennar Mariu litlu.
Höskuldur tinaði:
— Á, heldurðu það — ha? Heldurðu við ættum kannski fyrir
því? Og strákurinn — ha? Hann Ossi? Þótti þér hann kunna að
falsa — ha? Þetta verður höggormsígildi til tungunnar — til
höfuðsins — ha?
Markús svaraði og gaut augunum til mín:
— Við skulurn vona, að dúfan ráði einhverju um það, hverj-
um hann þjónar.
Nú var gengið til hásetaklefa, en handan frá Dorotheas
Minde heyrðist emjan og fúkyrði. Þar var hásetinn ljóshærði
að reka á eftir matsveininum, sem varð á fjórum fótum að má
út rúnir og ginfaxa Markúsar.
Valdimar Briem:
HEST
I.
Kostum leika lipurt á,
lungar frægðar gjarnir,
töðu góða í fóðrið fá
fræknu gæðingarnir.
Hverjir eru hér um slóð
helztu gæðingarnir,
jtjóð sem elur þolinmóð?
Það eru höfðingjarnir!
II.
Aðrir teymdir eru í lest
undir böggum klyfa,
erja’ og strita’ og eiga mest
á útigangi að lifa.
GÁTUR
H.verjir bera bagga-klyf,
bak svo stundum svíður,
þreyta gang með þolin rif?
Það er bcendalýður?
III.
Þá er enn af klárum krökkt,
komizt hef ég á snoð um,
hafðir eru þeir helzt í skjögt,
en hafast við á moðum.
Hverjir eru helzt í skjögt
og hversdags reiðir flestar?
Þessa klára þekki’ eg glöggt,
það eru landsins þrestar!
[Vísur þessar birtust vestan hafs í Almanaki S. B. Benediktssonar, Sel-
kirk. 1900, og eru þar eignaðar sr. Valdimar Briem.]