Jörð - 01.12.1948, Page 55
JÖRÐ
53
3. EN SÍÐAN: »*««<* heimsku antiarra á
alveg þurrum fótum."
ÖM sama leyti og mér kom í hendur þetta kver hinna bros-
hlýju bergmálsljóða, var ég að blaða í einu tímariti
okkar — því sem almennast mun talið heilzta bókmenntarit ís-
lenzkt sem stendur. Og jafnframt eitt áhrifamesta menningar-
málgagn þjóðarinnar um nokkurt skeið. Tímarit, sem ýmsir
leiðtogar lista og mennta og öndvegishöldar íslenzkra bók-
heima standa að.
Og víst er það, að ekki er meðalmennskunni ætlað þar að
ota sínum tota, og mörgum miðlungum þar verið úthýst svona
ár frá ári. Og í ljóðlist mun það telja aðeins það bezta boðiegt.
Þar hefur nú h'ka kornið fram á síðustu árum nýr, dul-
nefndur ljóðsnillingur. Og er sýnilegt, að þetta hábókmennta-
rit, og leiðtogafylking þess, telur þar mikinn feng rekinn á
fjörur skáldmennta okkar.
Því verður heldur ekki neitað, að þessi háttvirti herra höf-
undur ber allan þann mikla frumleikasvip í sínu ljóða-
mennti, sem sameiginlegur er ýmsum ljóðaspámönnum
okkar og sjáöndum frá síðustu árum. Sameiginlegur öllum
þessurn óðfúsu ljósberum, sem nú vilja ryðja anda vorum út-
brautir og opna listskynjun vorri nýheima undursamlegrar
formlistar.
Þessum væntanlega ljóðameistara Islendinga hefur líka
dottið í hug að syngja urn góða veðrið, eins og þeim geirfugli
úr ljóðskerjunr liðins tínra, senr fyrr er frá sagt.
En svona dúdúfugl syngur nreð sínu sérstaka nefi. Enda er
það í fyllsta nráta skiljanlegt, að undursanrlegir tónar úr æðra
veldi verði ekki sungnir gegnunr nein venjunef:
Og María sú jóintrú cilífleg
úr livílu rís,
jafn hrein sem blómið cftir sæla nótt
í faðmi guðs.
Og lítur út um fagurbúinn glugg
til hnattar vors.