Jörð - 01.12.1948, Page 59
JÖRÐ
57
þessarar aldar, að verulegu leyti fyrir þann himinkraft, sem út
frá þeim verkum breiddist.
Því meðal annars innljómaðist þá og. upptendraðist kirkju-
kalin sál eins höfuðsnillings okkar og síðar læriföður, sem hér á
eftir verður getið að meiru.
Enda var og sízt að furða, þótt sálirnar upptendruðust frá því-
líkum snilldarverkum óðs og anda, eins og t. d. því dýrðarljóði:
„Til hypothetista,“ hvar hinn hrópandi ljóðaspámaður segir
meðal annars:
og allt er hljótt nema einliver innri kliður,
sem urgar mér í helgum sálarreit,
og ætli það sé ástarvatnaniður
eða þá frá hrossabresti í sveit —“
og hvar í hann heyrir:
„rottur kvaka um ást á hverri grein"
og sér:
„----huldumey, sem húkir þar við fossinn.
í hrygginn sýnist mér hún vera bein.“
Eða þvílíkum ljóðperlum, sem hinum víðfræga vísuparti:
„Glysserín er guðleg læna.
Gling-gling-gló! og hver á hróið?
Nybbari sæll og Nói skrúbbur!
Nonsens, kaos, bhratar! monsieurl"
hvar spámaðurinn yrkir sem endurborinn væri einn löngu
liðinn tæknisköpuður og formlistarfagurkeri, sem nánar verður
minnzt síðar í þessum kapítulum.
En þetta stórmerka brautryðjandastarf á sviði ljóðlistarinnar
er þó aðeins að finna í sárfáum — að vísu sígildum — kúnst-
kvæðum í kringilegum samvöfum við blómlega bergmálsljóða-
gerð af betri sortinni.
Og það er því ekki nema einn af hinum mörgu pörtum spá-
mannsins — einn lítill andans útvöxtur, — sem tilheyrir dada-
tsmans súrrealistískt abstract-expressjónistíska dekadentisma
íslenzkrar ljóðlistar á tuttugustu öld.
Og kveðjum vér hann því hér með úr sögunni.