Jörð - 01.12.1948, Síða 66
64
JÖRÐ
gróður lands og sögu ofsækja,— þrátt fyrir allt eru þeir þó allir
börn þeirrar þjóðar, sem veit það flestum þjóðum fremur, að:
„eitt verður jafnan sem mannar mann,
einn munur, sem greinir annan og hann.
— orðlist hans eigin tungu.“
Já, — öllum freniur ætti íslenzk þjóð þetta að þekkja, vita
og varðveita til vegarenda.
Því þetta er það, og þekking þess, sem henni hefur verið
lífsins langferðanesti.
Að vísu gleymir hún því oftlega í glymþys daganna — glatar
og týnir við gaspur og dægurmál þessum dýrasta lífsvísdóm
sínum. En í innstu véum hverrar einustu Islendingssálar búa
þó einhverjar minjar um mátt tungunnar. Einhver yljandi
öryggiskennd frá þeirri vissu, að:
„Tungan geymir í tímans straumi
trú og vonir landsins sona,
dauðastunur og dýpstu raunir,
darraðarljóð frá elztu þjóðum,
heiftareim og ástarbríma,
örlagahljóm og refsidóma;
land og stund í lifandi myndum,
Ijóði vigð htin geymir í sjóði."*)
Og jafnvel þessum, sem nú í vonzku sinni, villu eða veik-
leika, skirrast ekki við að reyna að skapa vá í þeim véum,
liefur einlivern tíma hljómað í iiuga hið eldlega kall:
„Heyrið skáld á fimbulfoldu,
fram í stafn í Drottins nafni!
Yður ég fel — það sjái sólin —*)
sverð, er dýrast fundið verður.
Særi ég yður við sól og báru,
sasri ég yður við líf og æru. .. .“
') Leturbreyling greinarhöfundar.