Jörð - 01.12.1948, Page 67
JÖRÐ
65
III. KAPÍTULI
Hér koma svo mikilmennin til sögunnar. Toppar og tindar
sjjeglast í gljáÉleti sinnar eigin dýrðar. Meistarar og lærisveinar
fyrr og nú, opna Nýheima lista og ljóða. M. ö. o., mikilmennsk-
an í alllri sinni upjthafningu, ofar fjárgötum og flatlendum
meðalmennskunnar, verður nú leidd hér fyrir lesendur.
9. OG ÞÁ FYRST: „Gling.gling-gló! og gott á páinn,
guöumstór á suðurflóri."
JÚ, höfuðskáldin okkar hafa löngum kunnað að meta mátt
ljóðs og tungu. Andlegir höfðingjar íslendinga liafa víst
flestir litið á það sem lífsköllun sína að vera þar á verði og
vekja aðra til liins sama.
Einum þeirra — einum stórmeistara vorra tíma — sem
raunar hefur haslað sér völl á öðrum vettvangi íslenzkrar orð-
listar, og hvar hann fer með forustu og drýgir stórar dáðir —
honum fannst þó svo mikils að gæta í löndum ljóðsins og svo
knýjandi þörfin að vísa þar til vegar ungum skáldsálum, að
hann lét sig ekki rnuna um minna en að gefa út heila ljóðabók
til að bæta úr þeirri þörf.
Mætti kannski láta sér til hugar koma, að áhrif frá því heita
hrópi liins framliðna stólkonungs íslenzkra skálda.
„Heyrið skAld ....
særi ég yður við sól og báru,
særi ég yður við líf og æru....“
ltafi þar orkað nokkru um, er hinn nær þrítugi þjóðsnillingur
ákvað að hefjast handa unr hið brautryðjandi stórvirki sitt.
Til þess bendir meðal annars hin mikla tigna drápa, „Erfiljóð
eftir stórskáld“ — í liverri göfgi tungunnar og hins dróttkvæða
háttar nýtur sín svo frábærlega. Og hvar í er sem geysi berg-
málandi kraftbirtingarhljómur frá raust hins látna skáldjöfurs:
„Mól hann gott og vegserad votta
vökuorðum hingað norður,
5