Jörð - 01.12.1948, Page 78
76
JÖRÐ
Og um leið ættu þeir að veita athygli hinni viðkvæmu, óm-
rænu skynjan listamannsins og næmri tilfinningu hans fyrir
fagurri hrynjandi og áherzluhljómum íslenzkrar tungu, sem
svo glöggt kemur fram, t. d. í þriðju ljóðlínu næsta erindis:
Þú munt halda þessum
þráðum föstu taki,
þessir þræðir munu x
þínar hendur liggja:
tengja þig og það,
jxetta tvennt sem áður
var mér eitt og óðum
týnist núna: því að
ekki liggur leið mín
lengur þína leið.
Hvað þetta tvennt er, sem áður var eitt, verða lesendurnir
að linna út. Ég get það ekki. Og hvort það er að týnast þarna
núna — eða týndist meðan skáldið var að búa til vísuna — það
má hamingjan vita!
Eins skal ég ekkert um það segja, livort súbjektið hefur
sleppt þráðunum aftur, því eins og allir sjá, hefur nú einhver
skrattinn komizt inn á línuna milli þess og skáldsins og slitið
sambandið. Skáldið segir fullum fetuin, að þeirra leiðir liggi
nú ekki lengur livor oná annarri. Og þar við situr. Því ekki
hefur það breytzt til batnaðar, þegar kvæðinu lýkur. Tvær
síðustu Ijóðlínur lokaerindisins taka þar af öll tvímæli, því
að þar ítrekar skáldið orðrétt sína yfirlýsingu:
Ekki liggur leið min
lengur þína leið.
Og ef lesandinn heldur, að maður fái kannski eitthvað að
vita um þetta allt saman í þeim tveimur vísum (og hálfri betur)
sem þar á milli eru, þá verður hann illa svikinn. Þar fær maður
bara nýjar gátur, og þær ekki einu sinni tengdar saman með
þráðarspottum.
Hins vegar hef ég verið að hugleiða, hvort hinir dularfullu
tvípunktar í „vísunum" hér á undan séu ekki einhver tækni-