Jörð - 01.12.1948, Page 80
78
JÖRÐ
„Eitt sinn fór ég út i fjós
til að binda kýrnar.
Hurðin skall á mjaðmir mér,
meiddi ég mig í fótnum."
Og svo ýmis önnur afbrigði. Stundum svo stuðlum hljómuð
og staffellingum greypt, að ekki varð betur á kosið. En anda-
giftin þá úr sömu skúffu og ýmis þau dæmi, sem hafa verið
tekin úr lærisveinaljóðum og meistarakvæðum þessa „skóla“
hér fyrr í kapítulunum.
Og Joað er hreint ekki svo lítið, sem varðveitzt hefur af ýms-
um tegundum slíkrar formlistar, þótt fátt hafi verið látið á
Jjrykk út ganga, fyrr en nú við innleiðingu hennar sem önd-
vegis-skáldmennta íslenzkra, við miðbik hinnar 20. aldar.
En Jdó að flest hin þekktu ágæti þessarar ljóðagerðar hafi
aðeins lifað á vörum {jjóðarinnar hingað til, hefur Jdó einnig
nokkuð verið skrásett þar af — svona frá einni öld til annarrar.
Að minnsta kosti hefur svo verið allt frá dögum hins fyrsta
stórsnillings í bransanum, sem mér er kunnugt um, fyrsta meist-
arans, sem svo að segja hvert íslenzkt mannsbarn hefur nú í
fullar þrjár aldir kannazt við, en ekki kunnað að meta réttilega.
Því svo ömurlegum örlögum hefur liann og verk hans orðið
að sæta til J^essa, að flestum mundi hafa þótt þögnin betri. Það
hefur verið hin algera lítilsvirðing og forstokkað skilningsleysi
þessarar sannskáldalausu jDjóðar, sem minning hans hefur átt
við að búa og þau merkilegu snilliljóð, sem hann eftir lét oss.
Enda hef ég nú nýlega séð, að einhverjum leiðarljósum „stefn-
unnar“ og stíls hans í dag muni þykja orðið mál til þess komið,
að hann verði upp hafinn til Jjeirrar virðingar í ljóðabókmennt-
um okkar, sem slíkum beri. Benda því allar líkur til J:>ess, að
nú sé hans tími loks upp runninn, eða muni upp renna innan
skamms.
Og fer vel á því, að úr þeirri vanrækslu verði bætt um svipað
leyti eða samtímis sem þeir vorir margvísu leiðarsegjendur og
skáldmenntaskýrendur eru loksins farnir að upplýsa, hvílíkir
fjársjóðir Jijóðinni hafi verið gefnir með kennslukverinu góða
um árið.
Já, vissulega fer vel á því, að jafnframt sé þá siglt upp til