Jörð - 01.12.1948, Blaðsíða 82
80
JÖRÐ
og háttprúðasta heimasæta, og mun ég því skirrast við að kvola
hana út hér í kapítulalokin.
Af ummælum höfundar virðist svo helzt mega álíta, að hann
telji sig — og þetta 'lærdómskver sitt og þeirra herlegheit öll —
verandi hér uppi á því íslandi sem éins konar fullmektuga
fánajúnkara einnar heimsbókmenntalegrar formstefnu eða
stíltegundar í Ijóðagerð og skáldfræðum — hver beri þetta hið
búrleska heiti og óefað uppiberandi sinn sérlega stíltækni-
skóla.
Ég verð nú því miður að játa, að þessa bókmenntalegu stíl-
tegund í ljóðagerð hef ég aldrei heyrt nefnda í ræðu eða riti.
Og aldrei kynnzt neinum, sem til hennar þekkti — eða neina
iistræna sköpunaraðferð, sem þannig nefndist yfirleitt.
En því ber ekki að neita, að á öldum áður og alla tíð
til þessa dags, hefur margvísleg fíflakúnst og skælingar-„list“
verið iðkuð af smáum og stórum. Bæði í daglegu lífi og í
ýmsum listgreinum, og þá ekkert síður svona hér og þar í bók-
menntunum.
Hins vegar efast ég um, að þeir yrðu margir, rithöfundarnir
og skáldin, þegar höfuðsnillingnum okkar sleppir, sem vildu
beinlínis undirskrifa sig sem einhverja spesíella búrleska höf-
unda og verk sín einhver sem hnitmiðaða búrleska pródúkt-
sjón á menningarmarkaðinum.
En aftur á móti skal það fúslega viðurkennt, að eins og Iterra
kennslubókarhöfundurinn kynnir þessa stíltegund sína, virðist
hún bera ágætlega uppi nafn sitt og túlka nákvæmlega það, sem
það tilvísar.*)
Hins vegar get ég ekki fallizt á það, að afbakanir og útúr-
snúningar á hverju einu, sem háleitt er og fagurt í hugum
manna, sé svo sem nokkur ný glansbóla á neinurn enda hér
ofanjarðar. Það er sáralítið nýjabrum að því að heyra helgi-
ljóðum misþyrmt, fögrum snilliyrðum umvent og endastungið
og vísdómsorð aldanna upphrærð og útþeytt í kjánalega brand-
ara og kjaftfroðu.
En í slíku var eingöngu fólgin sú á miðöldunum svo út-
*) Dregið a£ orðinu „burre" úr miðaldalatínu og notað þá um hundakúnstir
hirðfíflanna, hverra atvinna hófst þá mjög til vegs i veröldinni um skeið.