Jörð - 01.12.1948, Qupperneq 102
100
JORÐ
á sér rætur í óviðráðanlegri og óaflátanlegri þrá til að skyggn-
ast inn í þann clulheim, sem geymir leyndardóm lífsins — eða
máski réttara sagt í kvalakenndum þorsta eftir að verða hlut-
takandi í yfirskilvitlegu valdi ragna tilverunnar til að ráða
lífi og dauða. Þess vegna dvaldi hann oftast í leikritum sínum
við þau öfl mannlegs eðlis, er sópa burt sem hismi og hjómi
á stórum stundum öllu tilliti til hversdagslegrar skynsemi og
hugmynda um rétt og rangt — og við samband þeirra afla við
dulin máttarvöld. Deyfð og doði, ánægja með hálfvelgju í
sjónarmiðum, lífsháttum, kröfum og skyldum var honum allt
óþolandi, var í hans augum ekki mannsæmandi — og svo varð
hann kallarinn, sem raunar vissi ekki ávallt veginn, en lnópaði
svo, að ekki varð daufheyrzt með öllu: Vakna þú, sem lagzt
hefur til hvíldar við gig eldfjallsins! Það verður ekki ennþá
séð, hvað framtíðin kann að hafa til lians að sækja, en hann var
einn af þeim, sem fyrir 1939 fann það, að nú varð maðurinn í
veröldinni að taka saman höndum við máttug völd tilverunnar
og leiða sjálfan sig, þeim studdur, af helvegum inn á brautir
andlegs vaxtar og gróanda.
Jakob Paludan er ekki neinn eldhugi. En í skáldsögum sín-
um —• og þá einkum hinu mikla skáldverki um J0rgen Stein,
hefur hann gert upp reikninga þjóðar sinnar frá árum heirns-
styrjaldarinnar fyrri og næstu árunum á eftir. Það er ekki
ríeinn glæsibragur á þessu skáldverki, en þar er allt í sérlegu
jafnvægi, stíll, mannlýsingar og atbuiðarás. Þetta er skáldskapur
og sannleiki í þeim æskilegu tengslum, að skáldskapurinn
lyftir sannleikanum til hásætis, svo að hann megi verða lýðum
ljós — en bregður hins vegar ekki yfir hann neinum hverfilit-
um. Reikningshaldarinn Jakob Paludan segir við þjóð sína:
Svona er útkoman, þó að ykkur kunni síður en svo að finnast
hún glæsileg — en þið ráðið, hvað þið gerið. Og svo sem clanska
þjóðin hefur lært af Adam Homo, Niels Lyhne og Lykke-Per,
svo mun hún og læra af reynslu Jprgens Steins og hans sam-
tíðarmanna.
Af þeim höfundum, sem fjölluðu um vandræðaástandið og
válegar horfur danskrar alþýðu í borgunum á kreppuárunum,
læt ég mér nægja að nefna Leck Fischer. Hann hefur einkum