Jörð - 01.12.1948, Side 114
112
JÖRÐ
allra sanninda í tilverunni. Á öndverðum meiði við Fangen
stóðu þeir Arnulv Överland, Sigurcl Hoel og Helge Krog. Þeir
voru allir róttækir í stjórnmálum og litu á Ráðstjórnarríkin
sem eina sólskinsblettinn í myrkviði ofbeldis, kreppu og fas-
isma. En annars voru þeir að ýmsu rnjög ólíkir.
Överland var þá þegar eldhuginn, sannleikselskandinn, hug-
sjónamaðurinn, sem sást ekki fyrir. Hann réðst á kirkju, presta
og prédikara og á liið ríkjandi siðferði, en liann réðst ekki á
kjarna kristindómsins. Það var eitt sinn höfðað mál gegn hon-
um fyrir guðlast, en hann var sýknaður. Það, sem var honum
þyrnir í augum, var bókstafstrúin, sú hugmynd um Guð, að
liann væri þröngsýnn harðstjóri — og notkun trúarbragðanna
til að halda fólki í fjötrum fáfræði, félagslegrar stirðnunar og
siðferðilegs þrældóms, sem leiddi af sér liræsni, skinhelgi og
jafnvel sadisma. Það kom iðulega fram í kvæðum Överlands,
að hann sótti líkingar, orðaval og stílblæ í hina miklu, and-
legu auðlind, Biblíuna, og í boðun skoðana hans og árásum
hans á það, sem hann vildi feigt, var mjög oft eitthvað spá-
mannlega heitt og magnþrungið. Og þá er hann sótti söguefni í
Ritniriguna, lét lionum ótrúlega vel að ná hinum biblíulega
blæ. Það var og svo, að boðskapur hans varð fyrst og fremst
áhrifaríkur vegna snilli hans sem skálds og listræns rithöfundar
og vegna andríkis hans og einlægni, — hinu ekki til að dreifa,
að skáldið og rithöfundurinn þyrfti á boðskapnum að halda
sér til framdráttar, enda ekki á Överland að ætla sem réttlínu-
mann á vegum neinna annarra en sannleikans. Því var það, að
árið 1937, þegar hann, við lestur hinna opinberu, rússnesku
skýrslna um málaferlin miklu í Moskvu, hafði komizt að raun
um, að mjög var á annan veg háttað í Rússlandi en hann hafði
óskað og vonað, þá taldi hann sér skylt að skýra þjóð sinni frá
niðurstöðum sínum. Þögn af sinni hendi taldi hann þjónustu
við lygina.
Sigurd Hoel var minni bardagamaður og áhrif hans óbeinni
en Överlands, en samt sem áður munu þau á sviði bókmennt-
anna hafa verið engu minna ráðandi. Þó að Hoel hefði áhuga
á skipulagsbreytingu í þjóðfélaginu, beindist athygli hans ekki
aðallega að þeim efnum, heldur að hinum innri vandamálum.