Jörð - 01.12.1948, Side 115
JÖRÐ
113
Hann var efnishyggjumaður, en mörgum slíkum skáldum og
menningarleiðtogum víðs vegar um Evrópu voru kimningarSig-
munds Freuds mikill aufúsugestur eftir heimsstyrjöldina fyrri.
Sannarlega höfðu mennirnir sýnt það á styrjaldarárunum, að
þeir væru sannkallaðir vandræðageplar, sem hlypu út undan
sér, þegar minnst varði — já, það virtist ekki beinlínis öruggt
að treysta á þá háttlofuðu skynsemi til fulltingis — var svo að
sjá, sem með mönnunum byggju einhver öfl, er væru fljót að
hafa á henni endaskipti. En einhver máttarvöld? Nei — aldrei;
nú reið á að halda í sína gömlu og góðu efnishyggju, sína skyn-
semitrú. Og svo var þá Ereud meðtekinn — ekki eins og hann
Iiefði einhvern sannleika að flytja, heldur eins og kenningar
lians hefðu í sér fólgin öll lífsins sannindi. Hin svokallaða sál
var heili, mæna, taugar, kirtlar — það var nú allt og surnt —
og Freud gaf skýringuna á því, svo ljósa sem orðið gat, hvers
konar mein það voru, sem stjórnuðu gerðum manna, þegar
jreir höguðu sér ekki eins og skynsemin bauð. Og svo rann þá
hreinasta Freud-víma á unga menntafólkið í Osló og helztu
bæjunum, og yfirleitt flest af jDeim ungu körlum og konum,
sem vildu teljast nýtízk og sæmilega uppfrædd. Fræðilegur
leiðtogi var sálfræðingurinn Harald Schelderup — en annars
beittu sér fyrir kynningu sálgreinistefnunnar menn af ýmsunr
stéttum og með ýmsar lífsskoðanir, og meðal Jreirra var til
dæmis sálfræðingurinn og rithöfundurinn Ingjald Nissen, sem
mjög er lirifinn af stefnn og kenningunr Jörgens Bukdahls í
menningarmálum. Kristian Schelderup, dr. theol., bróðir Har-
alds, var og einn af þeim, sem beittu áhrifum sínum og rithöf-
undarhæfileikum til kynningar á kenningum Freuds, en dr.
Schelderup var einhver liinn bezt mennti og gáfaðasti hug-
sjónamaður í hópi hinna frjálslyndustu guðfræðinga í Noregi.
En á sviði bókmenntanna varð Sigurd Hoel liið nrikla leiðar-
ljós þeirra, sem hrifust af þessum kenningum. Eins og nærri
má geta, varð hið unga menntafólk oft og tíðunr ærið hlálegt,
þá er Jrað var að rekja hvað eina í duttlungum sínum og ásta-
fari, með Jrað fræðahrafl í vegarnesti, sem það hafði tínt saman
og litla grein gert sér fyrir, og í skáldsögunni Syndere i S0771-
mersol (1927) (á íslenzku Sól og syndir) gerir Hoel góðlátlegt
8