Jörð - 01.12.1948, Síða 119
TORÐ
117
virzt í augum slíks fólks að stökkva burt frá frelsi og óvissu yfir
á það land, þar sem það fengi notið öryggis þrælsins.
ALJK Arnulfs Överlands voru höfuðljóðskáld Norðmanna á
áratugunum milli styrjaldanna þeir Herman Wildenvey,
Olaf Bull, Olav Aukrust og Tore Örjasæter.
Wildenvey er hinn mikli töframaður ríms og hátta, og auk
þess með afbrigðum hugkvæmur á skrítnar, en um leið snjallar
athugasemdir — og á skoplegar, en þó oftast hnitmiðaðar lík-
ingar og lýsingar. Hann er djarfur, án þess að vera grófur,
nærgöngull án þess að vera dónalegur, léttúðugur, án þess að
þykja sórni að skömmunum, fljót-glæsilegur, án þess að vera
einungis hvellandi bjalla. Hann hefur haft mikil áhrif á forrn
yngri skálda, en ef til vill hefur liann ekki sízt haft gildi með
þjóðinni sakir þess, að hann á óskáldlegum tæknitímum laðaði
fjölda manna til að lesa ljóð, kom þeirn á bragðið.
Olaf Bull er ef til vill það ljóðskáld Norðmanna, sem sam-
einað hefur flest aðdáunarvert í nærfellt óaðfinnanlega heild.
Hann var snillingur á mál, allt form hans gætt státlausri tign.
Hann var myndríkur — og rökvís í vali og samsetningu mynda
sinna og líkinga, hann var djúpvitur og þó skýr í framsetningu,
hann var tilfinningaheitur, en stillti Jró tilfinningar sínar til
listræns samræmis og jafnvægis, hann var viðkvæmur fegurðar-
unnandi, en þó safaríkur og þróttmikill. Skáldskapur lians er
eitt hið gleggsta dærni um möguleika brostfelldugs rnanns til
samstillingar tilfinningum sínum og vitsmunum tii sköpunar
menningarlegum verðmætum, sem ætla má, að gætu orðið
óforgengileg eign eftirkomendanna.
A ukrust var mistækari en þessir snillingar, og hann gat orðið
um of torræður. En hann átti til sízt minni formtöfra en Wil-
denvey og var oft ennþá djúpsærri, þróttmeiri, safaríkari — og
ekki sízt dulrammari en Olaf Bull. Ljóð hans virðast stundum
eiga sér rætur á hellugrunni mannlegs frumeðlis — og hann
lætur okkur eygja helgrindur og himinvarða (Himmelvarden
heitir fyrsta Ijóðabók lians). Skyldleiki ljóða hans við það í
norrænu eðli, sem hefur innblásið og formað Völuspá, Draum-