Jörð - 01.12.1948, Síða 132
130
JÖRÐ
dauðan og blóðugan á sleðanum. Því var það, að gamla Klás á
Haugi fannst, að þau yrðu að syngja eitthvert guðsorð áður en
Per legði af stað. Hann vissi þó vel að í venjulegu handalög-
máli stóðst enginn honum snúing — en við launmorðingjum,
eða fyrirsát var verra að sjá.
Já, Per var karlmenni að vexti og burðum. Tuttugu og sjö
ára á Mikkaelsmessu — og járnskeifu rétti hann upp með ber-
um höndum.
I dag var hann í hermannabúningnum, því yrði ekkert ann-
að ráð með rúg í Þrándheimi, þá færi hann upp til hershöfð-
ingjans von Knagenhjelm og bæði hann. Von Knagenhjelm
lijálpaði fyrst og fremst hermönnum sínurn. Hann hafði gefið
honum hermannabúninginn sinn. í viðureign fyrir sunnan
Sóleyri hafði Per borið af sem hraustur hermáður. Hann var í
skíðamannadeild og var á verði uppi í snjónum, í nokkra
daga samfelt, matarlaus og svefnlaus. Hvað eftir annað vildu
hinir hörfa úr stöðunni, en Per hafði hótað að drepa þá, ef þeir
vikju af verðinum. Fyrir hreystina og skylduræknina gaf von
Knagenlijelm Per hermannabúning sinn, sem Itann var liættur
að nota. I þeirn búningi var Per, þegar hann gifti sig í stóru
nýju kirkjunni í Reyrási, fyrir 5 árum, — það var sjón að sjá.
í allan vetur liafði fólkið á Haugi ekki bragðað mjöl, hvorki
í grauta né brauð. Samt hafði það haldið lífi, því til var kjöt
og blautfiskur — og ögn af osti og smjöri. En nú var löngunin
eftir mjöli orðin óviðráðanleg. Mjöl varð það að fá. Að minnsta
kosti einliverja ögn að blanda í börkinn, sem bakað var úr.
Stríð og óáran eru hörð heimsókn.
I sumar sem leið var slægjan við Aursundavatn svo snögg,
að grasinu varð að sópa saman með linti. Korn varð ekki rækt-
að svona hátt til fjalls.
Klás á Haugi stóð upp af ofnhellunni og néri augun. —
„Við verðum að treysta Guði og trúa því, að þú komir heinl
aftur með lífsbjörgina. Hingað til hefur Guð hjálpað. — —
Hann hjálpar enn-----“
Per lagði sálmabókina aftur og læsti hana inni í blámál-
aða skápnum á veggnum, þar sem þeir ættingjarnir höfðu
geymt silfrið í marga ættliði.