Jörð - 01.12.1948, Page 143
JORÐ
141
troðnar götur, J^egar honum býður svo við að horfa — án þess
að kenna neinnar Jrvingunar.
í hinni nýju bók hans eru 39 kvæði, og þar er komið víða
við og á ýmsa strengi slegið. En minna er orðið af ástarfuna
og fagnaðarhillingum en hér áður fyrrum í tónum skáldsins.
En hins vegar kemur það greinilega í ljós, ekki síður en áður,
að Davíð er skáld vors og gróanda, liins skapanda og græð-
anda máttar:
Því gæfa skáldsins, gleði söngs og Ijóða,
er gróandinn í lífi allra þjóða.
Og:
Fegursta vísan um vorið
er vísan um fræið í moldinni.
Hann yrkir ekki nú orðið margt um ástir og víf, en liann
veit Jrað og nýtur Jress að vita það, að vorsól og gróandi náttúr-
unnar vekur ólgu í ungu blóði:
í byggðinni er bóndadóttir,
sem bíður gestsins á hlaðinu,
og fara má yfir fljótið
á fleiri stöðum en vaðinu,
og teygður er gangvariim góði,
svo gneistar hrökkva úr sporinu,
en æskan elskar og þeysir
í opinn faðminn á vorinu.
Enda er mikið um að vera uppi í dal og úti við sjó, og
skáldið finnur, að þó að vargar tortímingarinnar skelli stál-
kjöftum úti í veröldinni og hvæsi eldi og tundri, þá er máttur
gróðraraflanna mikill og óþreytandi og hvarvetna að starfi:
Hjá rjúpunni karrinn veifar væng,
á vík synda kolla og bliki,
í hylnum glittir í gamlan hæng,
í grasinu er allt á kviki,
urtan byltist f bárusæng
og brimillinn rær í spiki.