Jörð - 01.12.1948, Síða 157
JÖRÐ
155
vant ýmissa aðgengilegri fræðibóka um margvísleg efni. En
hvað sem þvi líður, þá hefur Hlaðbúð vandað til bókarinnar,
og er hún enn eitt dæmið um áliuga forráðamanna þeirrar út-
gáfu á að koma fyrir almenningssjónir merkum heimildarritum
um sögu okkar og bókmenntir.
TRANDAMANNASAGA OG STRANDAMANNABÓK
O komu út á árinu sem leið, svo að sannárlega var fólksins
á Ströndum og héraðsins sjálfs rækilega minnzt í bókmennta-
heiminum á því ári. Strandamannasaga er skrifuð af fræða-
þulnum Gísla Konráðssyni, en séra Jón Guðnason skjalavörður
hefur bætt við af mestu nákvæmni og elju geipimiklum upp-
lýsingum og leiðréttingum. Hann hefur og ritað fróðlega og vel
samda œvisögu Gisla, og er hún birt fremst í bókinni. Stranda-
mannasaga er merkilegt heimildarrit um ættir Strandamanna,
en eins og fleiri af ritum Gísla enginn skemmtilestur fyrir
þorra manna. Iðunnar-útgáfan hefur gefið bók þessa út og
vandað mjög til hennar.
Strandamannabók er gefin út af ísafoldarprentsmiðju h.f.,
og er útgáfan snotur. Höfundur Strandamannabókar var Pétur
Jónsson frá Stökkum á Rauðasandi, en hann lézt áður en bókin
kæmi út. í henni er fyrst og fremst lýsing á Strandasýslu og
atvinnuháttum þar, og er það allt lipurlega skrifað. Hins vegar
kann þar að þykja ýmissa hluta vant, en þar eð Pétur vann
verkið einn og á alls ekki löngum tíma og var hvorki lærður
maður né heimamaður á Ströndum, má telja, að honum
hafi mætavel tekizt. Og vilji Strandamenn bæta um síðar, sjá
þeir það betur nú en áður, hvernig sú bók á að vera, þar sem
þeim þætti sér og héraðinu gerð viðhlítandi skil til nokkurrar
frambúðar.
SAGNAÞÆTTIR ÞJÓÐÓLFS voru mjög vinsælir á sinni
tíð, svo sem og sams konar efni, sem ísafold flutti. Þeir
komu fyrst út í Þjóðólfi — í ritstjórnartíð þeirra Hannesar Þor-
steinssonar og Péturs Zóphóníassonar — en síðar sérprentaðir.
Nú hafa þeir verið gefnir út á ný, og hefur Gils Guðmundsson