Jörð - 01.12.1948, Side 172
170
JÖRÐ
„BnEðingur". Og með þessum bræðingi tel ég að tínrabili land-
varnarmanna liafi verið lokið.“
„Og um þetta ætlarðu að skrifa?"
„Já, ég ætla mér að skrifa einhverjar minningar mínar frá
þessum árum. En að sjálfsögðu fer það eftir heilsunni, hvað
úr því getur orðið. Ég er þakklátur Alþingi fyrir það traust,
sem jrað hefur sýnt mér, með því að veita mér fé til þessara
ritstarfa, og það verður ekki með vilja gert, ef ég bregzt þessu
trausti. — En það, sem ég skrifa, verður ekki samfelld saga,
heldur ýmsar minningar mínar frá þessunr baráttuárum. Þá
stóð ég upp á mitt bezta og mér þótti gaman að stríða fyrir það
málefni, sem var mér heilagt. Ég óttast aðeins, að mér takist
ekki að gefa myndum nrínum frá þessum árum hinn rétta og
sanna, skæra lit.“
„Þú ert hraustur enn og hefur ætíð verið. . . .?“
„Nei! Þar skjátlast þér. Eitt sinn staulaðist ég unr Strauið
í Kaupmannahöfn, fölur og gugginn, um vor og horfði á fólkið,
senr gekk brosandi og lrreykið sínar leiðir. Þá lrugsaði ég með
mér: „Ég lifi aðeins þetta sumar; í lraust dey ég. Þetta fólk
lifir áfram.“ Og, ég skal segja þér eins og er, að ég öfundaði
þetta fólk, öfundaði það af því, að nrig langaði til að lifa; mér
fannst lífið svo fagurt í ganrla daga.“
„En þetta lrefur verið ímyndun?"
„Ef til vill, en ekki alveg ástæðulaust. Ég brauzt áfranr til
nrennta við engin efni. Það tók á taugarnar. Ég las eins og óður
nraður fyrstu árin við háskólann; nrig dreynrdi um lrá próf —
og ef satt skal segja, langaði mig til að sýna það, að ég hefði
hæfileika til að kenna við Háskóla íslands, þegar hann yrði
stofnaður. Þegar ég lrafði lokið því skriflega við fyrri hluta
prófsins við lráskólann og gert það vel, komu þeir til mín
bræðurnir, Sveinn og Ólafur Björnssynir. Þeir buðu mér út;
áttu aura en ég enga. Við vorunr saman allt kvöldið og dálítið
fram á nótt. Við vorum ekki í neinni óreglu þetta kvöld, langt
frá Jrví, en um morguninn, Jregar ég vaknaði, var mér illt í
höfðinu. Ég fór því á fætur og gekk út, en allt í einu sortnaði
nrér fyrir augunr og sanrtímis stóð blóðgusan út úr nrér, eins
og lrellt væri úr skjólu. — Ég konrst heinr og lá lengi. Berklarnir