Jörð - 01.12.1948, Side 179
JÖRÐ
177
auðvitað skilið eftir í hólmanum. Svo þegar ég opnaði „dún-
pokann“ og grenfætlingurinn skreið út úr honum, gekk ég
fyrir alvöru fram af fólkinu.
Hvað átti nú þetta að þýða, að koma heim með lifandi sel?
Þvílíkt uppátæki og barnaskapur!
Ég skýrði málið; sagði, hvar ég hafði fundið grenfætlinginn
og hve banhungraður hann væri, og að ég hefði ekki haft
brjóst í mér til þess að svipta hann lífinu. Fólkið skildi líka
afstöðu mína, en sagði samt að ég hefði átt að láta selinn kyrr-
an, en aðeins segja til hans, þá hefði ég verið úr allri ábyrgð.
Ég bað selnum lífs, og jafnframt baðst ég þess, að ég mætti
fóstra hann þar til er hann væri orðinn fullfær um að bjarga
sér sjálfur; þá skyldi ég sleppa honum í sjóinn.
Mér var þá sýnt fram á, að það þýddi ekkert fyrir mig að
reyna þetta; liann mundi aldrei þýðast þá aðbúð, sem ég gæti
veitt honum, og vafamál, að ég gæti nokkuð nært hann. Ein-
faldast og vafningaminnst væri að stytta grenfætlingsgreyinu
aldur strax, svo að hann þyrfti ekki lengur að þjást af hungr-
inu.
Þetta voru rök fullorðna fólksins, en ég vildi ekki sætta mig
við þau og rellaði þangað til, að ég fékk leyfi til að taka selinn
algerlega í mína umsjá. En jafnframt var ég látinn vita það,
að ég einn bæri ábyrgð á honum. Það var þó einkennilegt,
að ég skyldi lieldur vilja kvelja úr honum lífið, en að láta
lóga honum á hreinlegan og fljótlegan hátt.
Eftir þetta flutti ég grenfætlinginn fast upp að klettabelti í
túninu, þar sem ég átti lítið hús, en framundan því var ofur-
lítil afgirt flöt, og setti ég kópinn inn fyrir girðinguna. Þarna
skyldi uppeldisstofnunin vera.
Fyrsta daginn gekk fóstrið hálf böslulega. Ég setti nýmjólk
á pela og útbjó á hann gúmtúttu, en þennan spena vildi sel-
urinn ekki þýðast. Ég varð því að beita hann valdi til þess
að koma mjólkinni upp í hann, en mikið af henni rann út um
munnvikin jafnóðum.
Næstu dagana á eftir eyddi ég öllum stundum hjá gren-
fætlingnum, og mér fannst eins og glaðnaði yfir honum í hvert
sinn, er ég kom til hans. Nú kom það orðið ekki fyrir, að
12