Jörð - 01.12.1948, Síða 191
JÖRÐ
189
svokallaða díalektíska efnishyggja*) — heimspekikerfi, sem telj-
ast má opinber trúarjátning Ráðstjórnarríkjanna og tekið er að
reynast allháskasamlegur ásteytingarsteinn ýmsu, er engan
mundi hafa órað fyrir. Á Vesturlöndum er hin vísindalega
raunhyggja runnin mönnum svo í merg og blóð, að engum
yngra manni nú á dögum dettur einu sinni í hug, að neinn
vegur sé að komast fram hjá henni. Þar dettur engum í hug,
að niðurstöður vísindalegrar rannsóknar, og ályktanir út frá
þeirn, hafi neina snertipunkta með trú vísindamannsins og
almennum skoðunum. Þessi hugsunarháttur er þó ekki nema
um það aldargamall, en þangað til voru vísindaleg efni meira
og minna dæmd -eftir samrímanleik þeirra við ríkjandi trúar-
skoðanakerfi.
Það atriði í marxismanum, er liggur til grundvallar árekstri
þeim í náttúrufræðilegum efnum, sem orðinn er í Ráðstjórn-
arríkjunum, er sú frumkenning hans, að ekki sé um neinn
teljandi arfgengismismun að ræða á mönnum og mannflokk-
um, lieldur aðallega eða eingöngu mun, er stafi frá misjöfnu
uppeldi og öðru umhverfi. Á þessari undirstöðu byggði Marx
söguskýringarkerfi sitt. Síðan hafa hins vegar gerzt stórar upp-
götvanir í arfgengisfræði, og nú þekkja menn beinlínis af at-
hugun þau efni æxlunarfrumanna, er valda arfgengi. Það má
beinlínis sjá þær sameindir (mólekúl), sem mannamunur á
rætur sínar til að rekja. Það má fylgjast með og segja fyrir um
óafmáanlegar, meðfæddar eigindir rnanna og mannflokka.
Svo er að sjá, sem þessi ósamrímanleiki, sem hinni díalektísku
*) Þvi miður er hér ekki unnt að veita neina viðhlítandi hugmynd um hinar
viðu og afdreparíku lendur hinnar díalektísku efnishyggju, svo að afstaða
hennar til erfðafræðinnar verði ljósari. Hins vegar skulu hér tilfærðir örfáir
allra almennustu punktar eftir „Sögu Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna"
(íslenzkað hefur Björn Franzson; útg. Víkingsútgáfan): „Díalektísk efnishyggja
er heimsskoðun þeirra, er fylla stjórnmálaflokk Marx og Leníns.. .. Samkvæmt
hinni díalektísku kenningu ber að skoða.... hlutina og hugtakamyndir þeirra
fyrst og fremst frá sjónarmiði samhengis þeirra og gagnkvæmra tengsla, hreyf-
ir.gar þeirra, nýmyndunar og tortímingar" (Engels).... Gang þróunarinnar ber
að skoða sem.... framvindu.... frá hinu lægra til hins æðra.... (sú) þróun....
gerist.... sem „barátta" gagnstæðra hneigða.... „Díalektík," segir Lenín, „tákn-
ar í raun og veru rannsókn mótsagnanna i sjálfu eðli hlutanna." (Bls. 182 pp.).