Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 5
Um vatnsveitingar.
Eptir Aðalstein Halldórsson.
Eptir þvi seni álmgi almennings vex á landbúnaðinum,
mun mönnum vcrða það ljósara, að eitt af aðalatriðum
hans cr jarðyrkjan, og jtegar betur er skoðað, er það
einmitt þessi grein, sem framför landbúnaðarins strand-
ar fyrst á, of eigi verður undinn bráður bugur að þvi
að endurbæta hana. Ef spurt cr að, hvert sje aðalat-
riði landbúnaðar vors, mun brátt svarað, að það sje kvik-
fjárræktin, og það er að vísu rjett, en jafnframt verður
að gæta þess, að kvikfjonaöur vor þarf þó fóður til að
gcta lifað og veitt afurðir. Eins og nú er ástatt, er
fóðursins almennt aflað af óræktaðri jörð, sem urin er ár
eptir ár, og alitaf eru slægjulöndin færð út, svo nú má
þannig að orði kvcða, að allt sje urgað, sem urgað vorður.
Eigi landbúnaði vorum að verða nokkurra meiri fram-
fara auðið, þarf kvikfjenaðurinn bæði að fjölga og batna,
en til þess útheimtist bæði meira og betra fóður, cn nú
er almennt hægt að veita sjer, og til þcss að fullnægja
því, þarf að rækta betur bæði tún og engjar.
Því verður eigi neitað, að nú á síðari árum virðist
vera vaknaður nokkur áhugi á jarðabótum og eiga bún-
aðarskólarnir vafalaust mestan og beztan þátt í þessu.
Búnaðarrit X. 1