Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 15
11
einnig haft skaðleg efni í sjer fólgin, eins og áður er
tekið fram um mýravatnið. Langbezt er vatnið í stór-
ánum og er það vegna þess, að þær renna vanalcga um
frjóvsamar afrjettir og hjeruð, og enn freinur er það, að
eptir því, sem efnin berast lengur með vatninu, því
smágervari verða þau og þess meira leysist upp af þpim.
Hin miklu jökulvötn hjer á landi eru rnjög auðug af
frjóvefnum, því skriðjöklarnir núa og sverfa sundur
grjótið, sem þeir renna yíir og ber svo vatnið með sjer
leir þann og sand, sem myndazt. Gæði vatnsins eru
einnig mismunandi eptir árstíðum og vcðráttu. Frjóv-
samast er það eptir stórrigningar á sumrin og haustin,
því þá nær það svo vel að þvo cfnin úr jarðveginum
og hera þau með sjer. Leysingavatn er misinunandi;
á vetrum cr það vanalega fremur ljelégt, og sjc það
tært, má það heita alveg gagnslaust, því þó citthvað
kunni að vera í því af uppleystum efnum, koma þau
eigi að neinu gagni þegar jörðin er frosin Þegar fram
á vorið kemur og jörð er farin að þiðna, getur lcys-
ihgavatnið verið mjög frjóvsamt.
Þess er áður getið, að þegar jarðvegurinn er mett-
aður af vatni, kemst loptið eigi að með verkanir sínar;
en loptið er mjög mikilsvert skilyrði fyrir vöxt og við-
gang jurtanna, því það hjálpar tii að leysa upp ofnin
i jarðveginum, og gerir hann hlýrri, og án loptsins gcta
jurtirnar alls eigi þrifizt. í fljótu bragði mætti því ætla,
að vatnsveitingin væri skaðleg, með því hún hindrar
loptið frá .að komast að jarðveginum, en þessu cr þó
cigi þannig varið, cf rjett er að farið. Vatnið getur,
sem sjc tekið í sig nokkuð af lopti, en það tekst svo
upp af jarðvegi þcim, er vatnið rennur yíir. og þcgar
jarðvegurinn hefir tckið loptið úr vatninu, getur það að
nýju tekið i sig lopttegundir frá andrúmsloptinu o. s.