Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 115
111
goríi það að sama skapi. Fjallkonaa gamla ldæðist því
betra og fcgurra búningi sem hún á mannvænlegri börn.
II.
Þjóðrækni og ættjarðárást.
Kæktarsemin við land og þjóð liefur án efa ávallt
verið til í hjörtum flestra oða allra íslendinga. Engiu
þjóð glatar ættjarðarástinni gersamlega, meðan hún eigi
glatar almennu og náttúrlcgu eðlisfari. Undir niðri
hefur þetta land verið íslendingum kærra en nokkurt
annað land undir sólunni. Vjer flnnurú eigi að eins
merki um þetta frá hinum bezt.u tímum í sögu þjóðar
vorrar, heldur flnnum vjcr einnig ýmisleg merki um það
frá þeim tímum, er ættjarðarástin og þjóðræknin sýnist
hafa haft einna minnstan lífskrapt. Flestir munu kann-
ast við Jón ludíafara. Hann var alinn upp hjcr á landi
við kuldann og fátæktina, sem önnur íslenzk börn. En
þó óx hann og þroskaðist, og varð mikill maður og
sterkur. Og þá „fór hann út í fjarlæg lönd, frá föður-
auga, móðurhönd“. Hann fór um sólbjört og suðræn
lönd. Hann sá skrúðgræna skóga, frjóvsöm og fögur
akurlönd, fjölmennar borgir og dýrðlegar hallir. Það
mátti kalla, að hann „sæi öll ríki veraldarinnar, og þeirra
dýrð“. Eptir langan aldur hjelt hann svo aptur heim
til íslands; og er hann kom svo langt, að hann sá ís-
lenzku jöklana koma upp úr haflnu, þá varð hann sem
frá sjcr numinn. Hann hljóp.í lopt upp á þilfarinu,
og mælti: ,,Island er þó það bezta land, sem sölin skín
upp á“. Vjor þckkjum eigi marga slíka vituisburði um
þetta „lcalda og fátœka land“. Hitt hefur miklu optar
verið viðkvæðið, að ísland væri kaldara, harðbýlla og
hrjóstrugra, snauðara að kostum og gæðum en flest önn-
ur lönd, að það væri eitthvert „versta land, sem sólin