Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 167
163
fylgi mun eg veita því, á meðan eg get, og má vera,
að þetta heit mitt sje sprottið af því, að mjer er mörg-
um fremur kunnugt af reynslunni, hver voði og fcikna-
tjón stafar af sandeyðileggingunni; en hcnni er opt líkt
varið og eldinum, þannig, að hún er lítil í fyrstunni,
og því lítið eríiðara að stcmma stigu fyrir henni en
kæfa lítinn eld, cn opt verður líka stórt bál af litlum
neista, ef ekki er að gert, og svo er því opt og víða
varið með sandeyðilegginguna; hún er nokkurs konar
eyðileggjandi eldur, sem eykst og magnast, sumstaðar
og stundum, fremur fyrir hugsunar- og hirðuloysi manna,
heldur cn hitt, að ekki sje mögulegt að sporna við slíku,
sje það gert í tíma. Það þarf til dæmis ekki mikinn
vinnukrapt eða peninga, til þess að gera við lítið bakka-
brot eða tiag, en af hvorutvcggju þessu sýnir reynslan,
að myndast getur svo mikil sandeyðilegging, að mönn-
um eptir nokkur ár þyki ómögulegt við að eiga, enda
er það svo, að margur sandgárinn, sem fyrir ekki mjög
mörgum árum síðan var hægðarleikur að hindra fram-
rás á, er nú orðinn svo stór og magnaður, að vinnu-
krapt og peninga vantar til að ráða við hann, svo hann
fær að halda sína leið, hvað sem fyrir er, og ef tilvill
heldur hann alla leið í sjó fram.
Og svona heldur þetta áfram sumstaðar hvað af
öðru, ef engar skorður eru reistar og ekkert skeytt um
neitt, nema ef til vill að fiýta fyrir eyðileggingunni á
einhvern hátt, eins og allt til Jiessa hcfur átt sjer stað.
En hjcr er um alvarlegra mál að ræða en svo, að slikt
megi longur uppi haldast óátalið; (>að er sannarlega
mikill voði fyrir dyrum, sjerstaklega ef ekkert er að gert.
Væri sandeyðileggingin bundin við einn vissan lít-
inn blett, t. d. eina sveit, væri uokkuð öðru máli að
gegna, en því er engan veginn svo varið, heldur þann-
11*