Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 23
19
urn er síður hætta búin, og svo er meira en þriðjungi
meira verk að gjöra 1 faðm af tveggja álna háum garði,
en 2 faðma af garði, sem er ein alin að hæð. Rjottast
er því að hafa garðana íieiri og sinærri.
Eigi er mönnum það fullljóst enu, hvort betra er,
að láta vatnið standa yfir allan veturinn eður eigij
Mörgum hefur gefizt það vel, en þó veit jeg til þess, að
sumir óttast, að það kunni að valda roti, og liafa livorir-
tveggju vafalaust nokkuð til síns máls. Erlendis er
næstum ætíð fylgt þeirri reglu, að hleypa vatninu af
áður en frost koma til muna. En norðan til í Svíþjóð,
þar sem klaki liggur í votlendisjörð langt fram á sumar,
hefur þótt gefast vel, að láta vatnið standa yfir allan
veturinn, en tekið fram að vatnið sje svo djúpt að það
nái eigi að botnfrjósa. (Sjá ,T. Arrhenius: Handbok i
svénska jordbruket. Andra delen). Petta kémur heim
við reynslu þeirra, sem halda með því, að láta vatnið
standa yfir allan voturinn, og mun því rjctt að viðhafa
þá aðferð á votlendi, sem eigi verður þurkað fullkom-
lega. Naumast verður komið í veg fyrir, að uppistöður
botnfrjósi meira eður minna, enda vcrður eigi sjeð, að
það sje mjög skaðlegt, því opt sprettur vel, þar sem
sycllbunkar hafa legið yfir allan veturinn og fram á vor.
En mjög er áríðandi, að allt af sje nægilegt vatn, þeg-
ar klakinn er að þiðna, því [>ar, sem vatn fjarar und-
an ísnum, en lopt og birta kemst að, fer strax að koma
nýgræðingur, en éf ísinn fellur niður, eða ef miklir
kuldar koma, deyr hann út, og kal kemur í rótina.
Aptur er það mjög vafasamt, hvort betur á við, að láta
vatnið standa yfir að vetrinum, þar sem jarðvegurinn
er nægilega þur og góður og hinar betri grastegundir
vaxa, enda gengur klaki minna í j>á jörð, einkum ef
hún er sendin, og þiðnar hún því fyr að vorinu.
2*