Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 71
67
hátt, enda verð eg að telja slíkar girðingar að mörgu
leyti heppilegar.
7. Vörzluskurðir. Þeir veita allgóða, vörn, sjeu þeir
vcl gerðir, en varanlegir cru þeir ekki, nema þar sem
jarðvcgur er þjettur og fastur fyrir. Grasrótinni ofan
af skurðinum er hlaðið á skurðhaklcann að innanverðu
(túnmegin), og því, sem kcmur upp úr honum mokað
inn fyrir garðlagið. Eigi þessir skurðir að vera trygg-
ir til varnar, veitir ekki af, að þeir sjeu 6—8 fetá breið-
ir, eptir landslagi, og 3 fet á dýpt. Mun maðurinn gera
af slíkum skurði 3 5 faðma á dag, eptir því semjarð-
vegurinn er o. s. frv. Kostar þá faðmurinn 50—80 au.,
eftir ástæðum, og munu því vörzluskurðir einna ódýr-
ust girðing eftir fyrstu gerð. í grjótgörðum mun faðm-
urinn kosta jafnaðarlega kr. 1,25 —1,50, og í torfgörð-
um 85 aura til 1 kr. Annars veltur á ýmsu með verð-
ið, og er eigi unnt að ákveða neitt með vissu um það
í hverju einstöku tilfelli.
Eigi er ráðlegt að gera vörzluskurði í móum eða
þar, sem jarðvegur er mjög laus í sjer, nema þá, að þeir
sjéu hlaðuir uppfrábotni; annárs eyðileggjast þeir brátt.
Aptur er nauðsynlegt að gera skurði kring um tún, þar
sem er mýrlent, og jarðvegurinn rakur; vinna þeir þá
'tvennt í senn, þurka og verja. E>ess skyldi gætt, þegar
vörzluskurðir eru gcrðir, að hlaða ekki rofinu tæpt á
skurðbrúnina, heldur '/<>—1 fet frá, og að garðbrotið
halli lítið eitt frá skurðinum.
8. Oirðiny af trje getur verið með ýmsu lagi, bæði
stórgerð og smágerð (,,stakkit“). Bilið á milli stólpanua
má vera 4 6 fet eptir gildleika þcirra og efni (trje)
því, sem haft er á milli þeirra. Hæðin má vera 3—4
fet, eptir því hvernig hagar til, og hvar girðingin er
notuð. Að neðanverðu má bilið milli rimlanna ekki vera
5*