Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 164
160
yrði almenningi svo knnn, að við það gæti myndazt
samkcppni, sízt milli hreppa eða sýslna. Fjenaðarsýn-
ingar hafa þann kost, að þar koma saman margir menn
með beztu gripi sína, skoða þá hver hjá öðrum, tala
saman um eitt og annað, er að góðri griparækt lýtur;
myndi þetta auka samkeppni milli einstakra manna og
heilla sveita, og jafnframt fræða þá, sem hefðu minni
þckkingu í því efni. Sá galli getur verið á sýningu,
að sami maður hafi á sýningu fallegan og vel meðfarinn
sýningargrip, sem kvelji búfjenað sinn yfirleitt með fóð-
urskorti og illri meðferð; því sýningargripir sanna ekki
nema sitt eigiö útlit. Til að reyna að koma í veg fyr-
ir þær ástæður, sem hjer eru teknar fram, miðar tillaga
vor við tölul. 7. Yerði þessi tilaga vor notuð, mun
varla þurfa að óttast, að þetta verði að sök.
E>ótt vjer höfum komið nafni á þetta verk, er oss
var falið að vinna, könnumst vjor fúslega við, að því
sje ábótavant í mörgu. Bn þar sem þetta er fyrsta
sporiö til að semja roglur fyrir fjenaðarsýningum hjer
í sýslu, má virða gallana til vorkunar, enda hefur sýslu-
nefndin tækifæri til á sínum tíina, aö breyta því, sem
henni þykir þörf á.
Staddir að Hreppliðlum, 4. janúar 1893.
Stcúli Porvarctarson, Sveinbjörn Olafsson,
Gaðmundur Lyctsson.