Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 187
183
Giirðy rk ja. Uppskera úr görðum heppnaðist yfir-
leitt allvel. — Pess er getaudi hjer, að Garöyrkjufjelag-
ið íslenzka gaf út fyrsta hepti af ofurlitlu garðyrkju-
riti, með ýmsum leiðbeiningum um garðrækt og blómrækt.
Fjenaðarhöld. Bráðafár hafði gert mikið tjón fyr-
ir áramótin og fram eptir vetrinum. Um vorið voru
skepnuhöld með lakara móti syðra; jióttu hoy þar óholl.
Bólusetning var reynd við bráðafári, með misjafnri heppni.
Bezt tókust þær tilraunir fyrir Borgfirðingi einum, Þórði
Stefánssyni frá Varmalæk. Um haustið kom og hjer við
land norskur dýralæknir, J. Bruland, til þess að rann-
saka sýki þessa og leggja ráð við hcnni; hafði land-
stjórnin ráðið hann til þoss starfa að tilhlutun alþingis.
Veiðiskapur. Sjávarafii á opnum förum var afar-
daufur við Faxafióa; fyrir austan fjall, í Árnessýslu,
heppnuðust fiskiveiðar vel og slíkt hið sama fyrir norð-
an land og vestan. Á Austfjörðum var hlaðafli. Þil-
skip af Suðurlandi og Vestfjörðum öfluðu allvel. Há-
karlaskip Eyfirðinga fengu að meðaltali nokkuð á 4.
hundrað tunnur lifrar, og þar á rek við skip þau frá
Faxaflóa, er þann veiðiskap stunduðu, en miklu meira
(546—761 tn.) hákarlaskip þau, er gjörð voru út frá
Vestfjöröum. Hvalveiðar heppnuðust i bezta lagi fyrir
Norðmönnum, er stunda þær á Vestfjörðum; hafa þcir
þar 5 útgjörðarstöðvar, en fengu alls nær 800 hvali.—
Hvali rak 3 við Hornafjörð og cinn í Strandhöfn við
Vopnafjörð, hval rak og í Eyjum í Strandasýslu og ann-
an á Kleifum við Steingrímsfjörö. — Bjarndýr 2 voru
unnin í Rekavík bak Látur, og eitt í Barðsvík og ann-
að í Trjekyllisvík. — Ekki kvað mikið að fuglveiðum í
Vestmannaeyjum, lundaafli afarlitill, en svartfuglaveiði