Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 117
113
hinna fyrstu nautna, þar sem hann hafði fyrst heyrt
ævintýrin og sögurnar, þar sem fyrsta ást og fyrsta
löngun hafði lifnað í brjósti hans, þar sem hann hafði
dreymt, að hann yrði „stór og sterkur“, líkur miklu
mönnunum í sögunum, sem hún móðir hans hafði sagt
honum. Þangað langar lmnn, og þar vill hann heyja
baráttu lífsins, og þar vill hann deyja, og hvíla hjá feðr-
um sínum. Á ættlandinu ölska inenn flest, hvernig sem
það er; þar er flest, sem heldur hjartanu í „ástarbönd-
um“, þótt ættlandið sje kaldara og fátækara en flest.
önnur lönd. Þar á hjartað flesta hclga dóina, og því
vilja allir vera á ættlandi sínu, fremur en í öðrum
löndum.
Þetta er almennt lögmál, og íslendingar hafa vcr-
ið háðir því, eigi síður en aðrir menn. Það er þetta
lögmáJ, sem birtist í orðum Jóns Indíafara, og í mörg-
um sögnum og æfintýrum, svo sem í sögninni um Höllu,
konu Fjalla-Eyvindar. „Fagurt er á fjöllunum núna“,
sagði hún, — á fjöllunum, þar sem hún hafði alið ald-
ur sinn við liungur og harðrjetti, kulda og neyð, lifað
þar í útlegð og friðbanni frjálsra manna. Þar hafði
híui þolað ótal þrautir og raunir, og verið hvergi óhult
uni líf sitt. Og svo þá er hún var tekin í fjelag frjálsra
manna í byggðinni, þá gat hún ekki gleymt fjöllunum
sínum. Þar var svo fagurt. Öræfin og jöklarnir voru
þó það „bezta land, sem sólin sldn upp á“. Hjartað
hennar var þar „eptir í ástarböndum“. Svo strauk hún
úr byggðinni upp til fjalla, svo bogin, örvasa og elli-
hrum sem hún var. Þar fannst hún örend nokkru síð-
ar. Hún hafði dáið þar af kulda og hungri.
Slíkar tilíinningar sem birtast í þessum sögnum,
hafa ávallt falizt í hjörtum íslendinga, sem annara
manna, en hitt er annað mál, hve rík þjóðræknin og
BúnaDarrit X. 8