Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 140
136
mikil áhrif á tilfinningar manna. Það er Jió til ein frá-
sögn í fornum ritum, sem sýnir það, að náttúrufegurð-
in gat fcngið mikið vald yíir tilfinningum manna við
einstök atvik. Það or sögnin um Gunnar á Hiíðarenda,
er hann ætlaði utan til að leysa sekt sína; liann var
kominn af stað með Kolskeggi bróður sínum, ón þá varð
honum litið upp til hlíðarinnar og bæjarins Hlíðarenda.
Þá mælti hann: „Fögur er hlíðin, svá at mér hefir
hon aldri jatn fögr sýnzt — bleikir akrar enn slegin
tún — ok mun ek ríða koim aftr ok fara hvergi“. Að
vísu mun þetta hafa vcrið skilið svo, að hjer hafi ör-
lögin hcillað Gunnar og lagt honum þessar tilfinníngar
í brjóst; þær hafi eigi getað vorið af eðlilegum rótum
runnar; örlögin hafi látið hiíðina fá yfirnáttúrlega töfra-
fegurð í augum Gunnars, tíl þess að leiða hann heim
aptur í greipar dauðans; samkynja töfrakraptur hafi
dregið hann keim, sem hafi knúið Örvarodd á clliárum
hans, til að sigla heim að Berurjóðri og þola þar þann
örlagadóm, er kveðinn hafði verið upp yfir honuni í
æsku. Bn þetta sýnir þó, að hlíðar og dalir höfðu það
til, að geta beillað menn með einhverjum töfrakrapti,
og fengið vald yfir tilfinningum þeirra.
Það er ýmislegt, sem bendir til þess, að náttúru-
fcgurðin muni haft meiri og dýpri áhrif á hugi og
hjörtu fornmanna, en ráðið vcrður beinlínis af skáid-
skap þeirra og ritum. Skáldunum var þá eigi jafntamt
sem nú að lýsa tilfinningum sínum; það er margt í trú
og hugmyndum fornmanna, sem sýnir, að landið í öllum
sínum jnargbreyttu myndum, hofur haft mikil áhrif á
tilfinningar manna og liugmyndalíf þeirra. „Fram á
regin fjallaslóð11 bjuggu máttugar og helgar landvættir,
er vörðu landið fyrir útlendum óvinum; í hömrum og
gljúfrum bjuggu tröll, stórskorin og hrikaleg sem hamr-