Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 172
168
sem bezt eg get, þótt eg ef til vill eigi fái gert það
svo nægi, án mynda.
Þegar um vatnsmylnubygging er að ræða, kcmur
fyrst til þess, að útvega staðinn, þar sem auðveldast
er að leiða vatnið frá ánni eða læknum. Leiðsluskurð-
urinn ætti að vera sem kallaminnstur, lækki um eitt
fet á hverjum 300 fetum, þá er síður hætt við að vatn-
ið grafi sig niður eða út undir. Þegar svo er langt leitt,
að vatnið í skurðinum er kornið 2—3 álnum hærra en
lækjarfarvegurinn, þar vil eg geta sett húsið, og grafa
það niður, svo afsíðis frá farveginum, að það sje óhult
fyrir vatnsgangi lækjarins, og svo djúpt niður, að vatnið
úr læknum þar, komist alla leið inn þangað sem mönd-
uilinn skal standa. Þannig má nota vatnið í stað halla-
mælis, til að sýna, hve djúpt þurfi að grafa. Nú þarf
að grafa svo stóra þró, þar sem vatnshjólinu cr ætlað
að snúast, að innan í hana verði vandlega lilaðið úr
grjóti einu saman, eða örþunnuin torffiísum á milli.
Ræsin undir veggi hússins fer bezt, að sjeu í beinni
línu hvort undan öðru, annarsvegar við miðju holunnar.
Ræsið frá vatnshjólinu þarf að vcra vel gert, bæði að
hleðslunni til og botninum, vcra neðan til um 1—Vf
fet að breidd, og 1 ’/„—2 fet á hæð, og yíirbyggt af
traustum hcllum. Efra ræsið (stokkræsiö) sje næstum
eins brcitt, svo að rúmt sje um vatnsstokkinn, og svo
hátt, að hann fái risið nóg að ofan. Til eptirsjónar
meðan þetta er gert, mætti loggja borð lauslega, eða
stokkinn sjálfan, með þeim lialla sem honum er ætlaður.
Þróin þarf að vera vel rúmgóð, ekki minni en 3—4 fet
í þvermál, og eigi lægri en 2 —3 fct frá botni. Veggir
hússins þurfa að vera vandaðir og vel þykkir, einkum
sá, er undan hallanum veit, um 4—5 fet á þykkt neðst,