Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 70
66
malarkonndur, og jarðvegur grunnur undir, er hætt við,
að hann endist illa. Af þessum garði gerir maðurinn 2
—3 faðma, með 4 feta hæð, end óráð mesta, að hafa
slíkan garð hærri.
5. Með sniddu (túnsniddu). Garður úr þessu efni end-
ist illa, nema því að eins, að hann sje 5—6 fota þykk-
ur að neðan, og ekki yfir 4fet á hæð; nærhann þá að
gróa, sem er nauðsynlegt. Af slíkum garði gerir mað-
urinn 2—3 faðma. Sá er galli á þessum garði, og þeim
náesta á undan, að skepnur, einkum nautgripir granda
þeim opt; rífa þá niður með höfði og fótum.
6. Garður af hnáus, trje ocj vír. Girðing eða garð-
tvo af þessu efni hefur ýmsa yfirburöi fram yfir þá
síðast-töldu. Þessi girðing er þannig gerð: Garður er
hlaðinn af hnaus eða torfi, 3 fet á hæð og 3—4 fet á
þykkt, að neðan, að sjer dreginn iítið eitt. Eru síðan
trje- eða járnstólpar settir niöur í hann utanverðan, og
strengdur járnvír eptir þeim í tveimur umferðum eða
röðum. Bilið milli stólpanna má vera 6—8 fet. Girð-
ing þessi er varanleg nema hvað líta þarf eptir yfirgirð-
ingunni við og við, festa stólpa ef þeir losna o. s. frv.
Hvað þessa giröingu snertir enn fremur, þá er hætt við
að hún verði oigi notuð almennt vegna þess, að í „regl-
um“ alþingis 1898, er ekki gert ráð fyrir þeim. En
menn hafa nú bitið sig fasta í það, að gcra ekki aðrar
jarðabætur, að neinum mun, en þær, sem ncfndar eru
í reglunum, og tilfærast skulu á skýrsluformið. Fyrir
þá sök liygg eg, að sneitt verði lijá þessu girðinga formi,
cnda þótt eg tclji slíkt ver farið. Hefði því átt að taka
þessar girðingar upp í reglurnar og „formið“, til þess
að gefa mönnum undir fótinn, að nota þær, þegar kring-
umstæðnrnar cru því til fyrirstöðu, að girða á annan