Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 125
121
að tala, þangað til Jón prestur Ögmundsson tók til
máls. Konungur virti hann meir en aðra íslendinga,
og bannaði honum eigi að tala. .Tón prcstur íiutti þá
snjalla tölu og sízt auðmjúka; talaði hann þungum ógn-
arorðum til konungs ef hann vildi halda fram röngu
máli. Konungur sefaðist mjög við orð Jóns prests, og
mælti: „Stórt talar þú nú, prcstr“. En íslendingar
„búast við vörn, ok eru ráðnir til að verja Gils meðan
þcir mega anda ok uppi standa". En svo lauk þessu,
að Islendingar höfðu sitt mál fram; konungur tók Gísl
í sátt, þótt öðruvísi sje frá sagt í sögu Jóns Ögmunds-
sonar eptir Gunnlaug múnk1. Þessi frásögn sýnir að
íslendingar voru tengdir sterkum ræktarböndum við
landsmenn sína gagnvart Norðmönnum og öðrum útlend-
ingum. Mörg dæmi má flnna í fornum sögum, er sýna
hið sama sém þessi frásögn, svo sem þá er Njálssynir
vildu heldur þola hrakninga og afarkosti en segja Há-
koni jarli, að Þráinn Sigfússon hefði falið Iírapp2.
Ræktarsemi mannsins við land sitt og landsmenn
cr optast hcitari meðan hann dvelur í öðrum löndum
en þá er hann er heima. Ef hann hittir landa sinn er-
lcndis, þá íinnur hann þegar, að þar er vandamaður
hans, þótt hann yrði eigi var við það, ef liann hitti hann
heima á ættlandi þeirra beggja. í þessu áttu forfcður
vorir fullkomlega sammerkt við aðra menn. Þcir töldu
sjer skylt, að taka vel á móti löndum sínum og hjálpa
þcim í öllu, hvar sem þeir hittu þá erlendis, ef það voru '
eigi beinlínis óvinir þeirra. Það kom að vísu fyrir eigi
allsjaldan, að íslending'ar deildu illdoilum sín í millum
í öðrum löndum og bárust banaspjót á, einkum of fjand-
skapur hafði vérið millum þeirra áður, en þó bar það
*) Bisk.s. I, 221—24 og 166—57.
2) Njála, 88. kap.