Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 86
82
að larnbið vex lítið eitt minna síðasta tímann, ærin
hefur vanalega heldur minna yíir, og kemur því liett-
ara niður. Bn ef fæðingin stendur lengi, eða er mjög
eríið, hefur það veiklandi áhrif á lambið, og eru mörg dæmi
til þess, að það hefur dáið í fæðingunni. Ef ærin líður
einnig mjög mikið, er hætt við, að hún geti oigi mjólk-
að lambinu nægilega fyrst eptir burðinn, og veikindi
hennar geta einnig haft áhrif á mjólkina til hins lakara.
Varast verður að mjólka ær fyrir burð, svo að
nokkru nemi, en éjitir burðinn verður að injólka þær,
ef lambið leifir. Vel vcrður einnig að gæta þess, að
eigi grói fyrir lambið; því að ef saurindin sitja lengur
en eðlilegt er í innýíiuuum, getur það valdið rotnun.
Ef alls þessa er gætt, lambiö f;eðist þroskað, hraust-
byggt og hefur holla og hæfilega mikla mjólk fyrsta
tírnann eptir fæðinguna, og hirðing er í góðu lagi, þá
er aðalhættan um garð gengin. Ef ær eru þar á móti
illa fóðraðar um meðgöngutímann, en svo aldar á töðu
um burðinn, svo að þær geti mjólkað lambinu, eða þær
bera eigi fyr en nægur gróður er kominn, má búast við
að lömbin hrynji niður; því að þessir veikbyggðu vesal-
ingar þola eigi hið kraptmikla fóður. Ilið sama má
scgja um ær, er hafa bezta fóður um meðgöngutímann,
að mjólk þeirra getur orðið of kostmikil, ef þær hafa
kraptmikið fóður um burðinn.
Það sem einkum veldur lambadauða er broddskita,
hjartveiki, mænusótt, eða þau farast af einhverjum
slysum. En helztu orsakirnar eru óholl mjólk, innkuls
og vanhirða.
Bezt má koma í veg fyrir unglambadauða með því,
að ær beri snemiua, og í húsi við hey; því að þá er
auövcldara að ráða ásigkomulagi mjólkurinnar, en ef
ærnar leita fóðurs úti, einkum ef mikill gróður er kom-