Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 142
138
fell, ok trúði, at hann múndi þangat fara þá er hann
dæi, ok allir á nesinu hans frændr“. Þá ér Þorstcinn
þorskabítur, sonur Þórólfs, drukknaði, fór sauðamaður
Þorsteins „at fé fyrir norðan Helgafell; hann sá at
fjallit laukst upp norðan ; hann sá inn í fjallit elda stóra,
ok heyrði þangat mikinn glaum ok hornaskval, ok cr
hann hlýddi cf hann næmi nokkr orðaskil, heyrði hann,
at þar var hoilsat Þorsteini þorskabít ok förunautum
hans og mælt, at hann skal sitja í öndvegi gegnt feðr
sínum“. Þá er Styrr leitaði ráða til Snorra goða
um bcrserkina, sagði Snorri: „Þá skulu vit ganga upp
í Helgafell; þau ráð hafa sízt at engu orðit, er þar hafa
ráðin verit“J. Það getur eigi hjá því farið, að alstað-
ar hafi verið mikil helgi á þeim stöðum, þar sem andir
dauðra manna höfðust við; þvi að þær voru hamingjur
og fylgjur ættingja sinna og studdu þá í öllu. En væri
þeimsýnt ræktarleysi eða hinum. heilögu bústöðum þeirra,
þá gátu þær orðið illar fylgjur eða grimmar hefni-
vættir.
Þá eru til margar sagnir um það, þótt fiestar þeirra
sjeu i munnmælum, að fornmenn hafi kosið sjer legstað
þar sCm þeir þóttust bezt geta sjeð yfir þá staði, cr þeim
voru kærastir. Um Tungu-Odd er það sagt, að hann
hafi kosið sjer legstað á Skáneyjarbungu, því að „hann
kvaðst þaðan vildu sjá sjá yfir tunguna alla“2. Þetta
sýnir, að menn höfðu þó nokkra tilíinningu fyrir fegurð
náttúrunnar, og gátu tekið ástfóstri við þær stöðvar, cr
þeir höfðu alið inestan aldur sinn á. — í nálega hverri
sveit landsins var einhver heilagur staður, þar sem þjuggu
máttugar vættir, verndarandar og ættarfylgjur, og hlýt-
ur ]»etta að hafa tengt menn allsterkum ræktarböndum
’) Byrb., Leipzig 1864, 6—7, ia, 46. bls.
s) Hænsa-Þóris s. 20. kap.