Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 165
Brjef um sandgræðsiu.
Frá Eyjblfi Guðmundssyni, í Hvammi á Landi.
Ritað í marz 1896.
Eg hef verið í efa um, hvort eg ætti að senda
Búnaðarfjelagi Suðuramtsins slcýrslu um framkvæmdir
mínar sem formanns Framfarafjelags Landmannahrepps,
viðvíkjandi hindrun á sandfoki; en við nánari yíirvegun
hef eg komizt að þeirri niðurstöðu, að rjettast væri, að
láta þetta bíða, þangað til búið væri að brúka það fjo,
sem það hefur veitt í þessu skyni.
En Framfarafjelagið hcfur onn ekki brúkað þann
styrk, sem því þannig hefur verið veittur, og er mjer
óhætt að segja, að það kemur til af því, að það hefur
ekki viljað ráðast í neitt annað en það, sem er alveg
víst, að kemur að sýnilegum og verulegum notum, eða
með öðrum orðum: ekki í neitt, svo teljandi sje, sem
eins má búast við, að geti mislukkazt, og þess vegna
hefur það varið því, sem eytt hefur verið, nálega ein-
göngu til grjótgarðahleðslu, og hafa nú verið hlaðnir í
þessu skyni 132 faðmar af einhlöðnum grjótgörðum, fjögra
feta háum. Kostnaðurinn við þetta hefur (samkvæmt
reikningi fjelagsins) orðið kr. 59.40, þar af hafa ábú-
endur og eigendur lagt till/8> eða kr. 19.80; hefur fje-
lagið þannig ekki eytt til byggingarinnar nema kr. 39.60.
Búnaðavrit X. 11