Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 93
89
gott torf, helzt nýrist, og er jafnvel bezt, að það hafi
ekki verið þurkað áður.
Þegar nokkrir dagar eru liðnir frá því taðið hefur
vcrið tekið inn, fer að hitna í því; tóptin fer að lækka
og torfið á henni að blotna af hitanum að innan, og
þó hún hafi verið vel þakin, fcr gufa að koma upp úr
honni á ýmsum stöðum eptir vindstöðu. Þessi gufa eða
reykur fer vaxandi, þangað til hitinn er kominn á hæsta
stig. Þannig getur mcð köflum rokið ákaft úr tóptinni
svo dögum skiptir, án þess neitt verði að sök og gætir
þessa reykjar mest, þegar hvasst veður er, eða kalt í
lopti. Á meðan á þessu stendur, er sjálfsagt að hafa
gætur á því, að toriið á tóptinni aflagist ekki, svo göt
komi á það, sem vel getur komið fyrir, um leið og hún
sígur svo ákaft. Bf lopt og vindur nær allt. of mikið
að komast að taðinu, á meðan hitinn i því er sem mest-
ur, og það er ekki búið að ryðja sig, getur það æst svo
hitann í því, að það brenni, en sje það cinungis nógu
vel byrgt, þarf ekki að öttast slíkt. Það er ekki hægt
að segja nákvæmlega, hvenær hitinn í tóptinni er most-
ur, því að það getur af ýmsum ástæðum veriö nokkuö
mismunandi, þó mun það optast vera eptir 2—4 vikur
frá þvi að látið hefur verið í haua, en hitaseyðingur
helzt í henni fram eptir sumrinu. Bptir liðugan mán-
aðartíma má optast sjá, hvort tóptin ætlar að lækka
svo eða aflagast, að ofan á liana þurfl að bæta, svo hún
verjist fyrir rigningum; þá er hitinn optast farinn að
minnka, og þótt talsverður hiti sje enn i tóptiuni, er
óhætt að bæta ofan á hana eptir þörfum, til þess að fá
góðan vatnshalla út af yflrborði hennar. En aflagist
tóptiri svo mikið, meðan hitinn í henni cr mjög mikill,
að hún liggi undir skemmdum, ættu meuu samt ekki
að taka torfið af, tii að bæta ofan í hana, sízt ef storm-