Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 103
99
kenni þeirra. Seinni raenn hafa mjög dásamað forfeður
sína fyrir hreysti og harðfengi, dáð og dug, og fátt
mun vora minni öfgum blandið. í fornöld bjuggu hjer
djaríir menn og dáðríkir, hugumstórir og harðfengir.
Það má íinna fornmönnum margt til lýta, en um þetta
verður að láta þá njóta sannmælis; allar fornar sögur
bera ijóst vitni um það. Og margir hinir mestu ókost-
ir fornmanna standa í nánu sambandi við þessi ein-
kenni þeirra. Þeir voru ofsamenn miklir og ófyrirleit-n-
ir, grimmir og hefnigjarnir fram úr hóíi. Hverjum
manni þótti sæmd sín við liggja að hefna harma sinna.
Það einkennir vel skaplyndi íslendinga og annara Norð-
urlandabúa, sem haft er eptir Sigmundi Brestissyni:
„Grátum eigi, munum heldur", eða það sem Tacitus
segir um Germani: „Feminis lugere honestum est, viris
meminisse“, (= konum sæmir að syrgja, en karlmönn-
um að muna). Bn það er eigi að cins í ófriðinum, sem
kjarkur íslendinga birtist, hcldur í öllu atferli þeirra og
lííi. Það þarf eigi annað cn minna á dugnað þeirra og
þrek í siglingum og sjóforðum. í öllum þrautum og
manuraunum, í öllu erfiði og andstreymi, þótti ósæmi-
logt að láta nokkuð á sjer íinna. Það var sem inenn
vildu bjóða öllu byrginn. Það hefur án efa kostað mik-
ið eríiði, eigi síður en nú, að afla alls sem þurfti til
stórra heiiuila og mikillar fjölskyldu, en engir góðir
bændur vildu þó iáta það ásannast, að þá skorti til
nokkurs hlutar. Þeir vildu láta það sýnast í öliu, að
þeim yxi oigi sú þraut í augu, að afla sje-r alls, cr þcir
þurftu, og þeir bæru sigur úr býtum í þeirri baráttu
scm öðru. Þá þekktist eigi sú kenning, að „þeir vœru
eigi búmenn, sem eigi Itynnu að berja sjer“. Þess er
livergi gctið, að bændur í þá daga haíi sett á langar
tölur um það, að þéir sæju nú engin „lífs sköpuð ráð“,
7*