Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 83
7«
saman í eitt lag, eitt hús, undir eins og ástæður leyfa.
Hjer er ekki miðað við heitarhús, sem standa fjarri
bæjum, cða lengst úti í högum, því opt er það, að þau
eru alveg nauðsynleg, og mega ckki missa sig. En sjeu
þau fleiri en eitt á sama stað, án þess þó, að standa
alveg saman, er gott að færa þau í eitt, eins og bent
er til hjer að framan.
Þess skyldi ætíð gætt, þegar garðahús er byggc án
hlöðu á bak við, að setja það þar, sem hægt væri að
leggja hlöðuna við það síðar, og hafa dyr á bakstafni
(gaflaði) þess. Það, sem hefur verið tekið fram við-
víkjandi fjárhúsum, eru almennar athugasemdir, er eink-
um eiga við á Suðurlandi og sumum hjeruðum vestan-
lands. En sumum kann nú að flnnast, að hjer sje farið
fram á miklar breytingar; en það eru þær einu breyt-
ingar, sem eg tel alvog nauðsynlegar, og þörfln krcfur
að gerðar sjeu hið fyrsta, að unnt er. Þeirri reglu ættu
menn að fylgja yfir höfuð í húsagerð, sem öðru, að það,
sem gert er, miði í þá átt, er kröfur tímans heimta,
að það sje spor til frauifara, og komi ekki í bága við
það, er þeir síðar kunna að gcra, að svo miklu lcyti,
sem hægt er að sjá slíkt fyrir.